Fyrrverandi forsætisráðhera rænt

Ali Zeidan, fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu, var rænt og ekkert hefur heyrst frá honum í níu daga. Ættingjar og vinir hans greindu frá þessu í dag og sögðu að fylking hliðholl valdhöfum í Trípólí hefði verið að verki. 
22.08.2017 - 14:10

Þrjú ár frá árásunum á Gaza

Palestínumenn minnast þess að þrjú ár eru frá því að Ísraelsher hóf stórfelldar sprengjuárásir á byggðir Palestínumanna á Gaza. Hátt í 2.300 Palestínumenn létu þá lífið, þar af 590 börn. Að minnsta kosti 450 þúsund íbúar misstu heimili sín.

Geta byrjað að auðga úran innan fimm daga

Talsmaður Íransstjórnar segir að ef Bandaríkjamenn rifta samkomulagi við Íran um kjarnorkuáætlun geti Íranar hafið auðgun úrans að nýju innan fimm daga. Trump Bandaríkjaforseti hefur haft í hótunum um að rifta kjarnorkusamningnum, sem á að koma í...
22.08.2017 - 13:23

Áhyggjur af umfangsmiklum heræfingum Rússa

Stjórnvöld í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi hafa áhyggjur af boðuðum umfangsmiklum heræfingum Rússa við landamæri ríkjanna. Allt að 100 þúsund rússneskir hermenn taka þátt í heræfingunum sem haldnar verða í Hvíta-Rússlandi, sem á landamæri að...
22.08.2017 - 13:08

Bræðrum bjargað á Ischa

Þremur ungum bræðrum var bjargað úr rústum heimilis síns á eynni Ischa, skammt frá Napólí, í nótt og í morgun. Tveir létust í jarðskjálfta sem reið yfir eyna í gærkvöld og tugir slösuðust.
22.08.2017 - 12:10

Enn loga eldar í Króatíu

Yfirvöld í Króatíu hafa gefið út viðvaranir vegna nýrra skógarelda sem blossað hafa upp í Dalmatíu-héraði og á eyjum undan ströndinni. Slökkviliðsmenn
22.08.2017 - 11:49

Á annað hundrað féllu á einni viku

Hátt á annað hundrað almennir borgarar féllu í síðustu viku í loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á hverfi í borginni Raqqa í Sýrlandi sem enn eru undir yfirráðum Íslamska ríkisins. 250 loftárásir voru gerðar á borgina.
22.08.2017 - 11:48

Tveir látnir eftir skjálftann á Ischia

Að minnsta kosti tveir létust í jarðskjálftanum sem reið yfir ítölsku eyna Ischia, skammt frá Napólí, í gærkvöld. Tugir slösuðust í skjálftanum.
22.08.2017 - 11:17

Mattis hvetur Íraka til dáða

James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Bagdad höfuðborgar Íraks í morgun til að hvetja stjórnarliða til dáða í baráttunni gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins.

Grunaðir hryðjuverkamenn leiddir fyrir dómara

Fjórir menn, sem grunaðir eru um að tilheyra hópnum sem stóð á bak við hryðjuverkin á Spáni, voru leiddir fyrir dómara í Madrid í morgun.
22.08.2017 - 10:41

Fregna að vænta af líkfundinum síðar í dag

Lögreglan í Kaupmannahöfn gerir ráð fyrir að gera frekari grein fyrir líkinu sem fannst við Amager í gær. Lögreglan verst að svo stöddu allra fregna og lýsti yfir á Twitter að upplýsinga væri að vænta seinni partinn í dag. Hjólreiðamaður fann líkið...
22.08.2017 - 08:31

Afganistan verði bandarískur grafreitur

Afganistan verður bandarískur grafreitur ef hermenn ríkisins hafa sig ekki á brott þaðan. Þetta segir í yfirlýsingu Talibana eftir ræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í nótt. 
22.08.2017 - 06:15

Sólarhringshlé á aðgerðum sjóhersins

Bandaríkjaher hefur ákveðið að fresta öllum aðgerðum sjóhersins á meðan farið verður yfir öryggismál. Þetta var ákveðið eftir annan árekstur bandarísks herskips á rúmum tveimur mánuðum á Kyrrahafinu.
22.08.2017 - 04:58

Lyfjarisi dæmdur til milljarða skaðabóta

Bandarískur dómstóll úrskurðaði að lyfjarisinn Johnson & Johnson yrði að greiða konu yfir 400 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur. Konan segir vörur framleiðandans hafa valdið krabbameini í legi hennar. 
22.08.2017 - 04:19

Kona lést í jarðskjálfta á Ítalíu

Kona lést og eins er saknað eftir að jarðskjálfti af stærðinni fjórir reið yfir ítölsku eyjuna Ischia í dag. Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi og hefur þegar tekist að bjarga nokkrum undan rústunum. 
22.08.2017 - 03:29