Handtekinn á Stansted vegna hryðjuverkaógnar

Breska hryðjuverkalögreglan handtók mann á fertugsaldri á Stansted flugvelli í gærkvöld. Maðurinn er grunaður um að hafa ætlað að ferðast til Sýrlands. Ríkislögreglan Scotland Yard segir handtöku mannsins ekki tengjast hryðjuverkunum í Manchester í...
24.05.2017 - 06:36

Moody's lækkar lánshæfismat Kína

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfismat kínverska ríkisins í nótt. Fyrirtækið varar við því að skuldir hagkerfisins fari hækkandi þar sem von er á því að vöxtur þess fari minnkandi á næstu árum. Einkunnin fer úr A1 niður í Aa3, en Moody...
24.05.2017 - 06:13
Erlent · Asía · Kína · Viðskipti

Kvikmyndin Hrútar endurgerð í Ástralíu

Breska framleiðslufyrirtækið WestEnd Films hefur tryggt sér réttinn á að endurgera kvikmyndina Hrúta eftir Grím Hákonarson á ensku. Kvikmyndamiðillinn Variety greinir frá þessu. Kvikmyndin verður unnin í samstarfi við ástralska fyrirtækið WBMC.
24.05.2017 - 05:39

Segja ummæli fölsuð af tölvuþrjótum

Stjórnvöld í Katar segja óþekkt öfl hafa brotist inn í tölvukerfi ríkisfréttastofu landsins og birt ummæli sem eignuð eru emír landsins, Sheikh Tamim bin Hamad Al-Thani. Ummælin tengdust viðkvæmum utanríkismálum.
24.05.2017 - 04:16

Top Gun 2 væntanleg á næstu árum

Maverick, Iceman og Goose bregður að öllum líkindum fyrir á hvíta tjaldinu á nýjan leik á næstu árum. Leikarinn Tom Cruise greindi frá því í sjónvarpsviðtali í Ástralíu í gær. Tökur hefjast líklega á næsta ári að sögn Cruise.
24.05.2017 - 03:49

Strandgæslumenn ógnuðu flóttamönnum

Nokkur hundruð flóttamönnum var bjargað úr bátum á Miðjarðarhafinu í dag. Alls fann ítalska strandgæslan ellefu báta á hafinu og er talið að um eitt þúsund manns hafi verið um borð. Bátarnir voru á leið til Evrópu frá Líbíu. 
24.05.2017 - 02:10

Herlög á Filippseyjum

Herlög tóku gildi á Mindanao svæðinu á Filippseyjum í dag. Rodrigo Duterte, forseti landsins, gaf út skipun um það eftir átök öryggissveita lögreglu við vígamenn tengdum hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki í borginni Marawi....
24.05.2017 - 01:20

Khan biður íbúa Lundúna um að halda ró sinni

Sadiq Khan, borgarstjóri í Lundúnum, biður íbúa Lundúna um að halda ró sinni en vera um leið vakand og tilkynna allt grunsamlegt til lögreglu. Íbúar höfuðborgarinnar verði varir við fleiri lögreglumenn á götum borgarinnar eftir að hæsta...
23.05.2017 - 23:28

Hæsta viðbúnaðarstig í Bretlandi

Theresa May,forsætisráðherra Bretlands, upplýsti í yfirlýsingu á níunda tímanum í kvöld að viðbúnaður í Bretlandi hefði verið settur á hæsta stig. May, sem hefur frestað kosningabaráttu sinni fram á miðvikudag, segir þetta gert vegna yfirvofandi...

Leyniþjónustan þekkti til Salman Abedi

Leyniþjónustan í Bretlandi þekkti til Salman Ramadan Abedi sem sprengdi sprengju í forsal Manchester Arene-tónleikahallarinar á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í gærkvöld. 22 eru látnir og 59 sárir eftir árás Abedi. Bandarískir...

Hafa fundið myndskeið af sprengjumanninum

Lögreglan í Manchester hefur fundið myndskeið úr eftirlitsmyndavélum sem hún telur sýna Salman Abedi ganga inn í tónleikahöllina Manchester Arena þar sem hann sprengdi sig í loft upp. Myndskeiðið er sagt sýna þegar sprengjan sem Abadi var með...
23.05.2017 - 19:04

Réttarhöld hafin yfir Park

Réttarhöld hófust í morgun í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, yfir Park Geun-hye, fyrrverandi forseta landsins. Forsetinn fyrrverandi, sem var dæmd frá embætti, var flutt í réttarsal í handjárnum. Þetta var í fyrsta sinn sem það sést til hennar...
23.05.2017 - 16:44

„Það hræðilegasta sem við höfum upplifað“

Staðfest er að 22 létust og 59 eru sárir eftir sjálfsmorðssprengjuárásina sem var gerð á fjölsóttum tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande. Ekki er búið að bera kennsl á alla sem létust en ljóst er að börn og unglingar eru þeirra á meðal,...
23.05.2017 - 13:58

Roger Moore látinn

Breski leikarinn Roger Moore er látinn, 89 ára að aldri. Breskir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi látist eftir stutta baráttu við krabbamein.
23.05.2017 - 13:33

Átta ára stúlka lét lífið í árásinni

Tólf þeirra sem særðust í árásinni eru yngri en 16 ára. Þau voru flutt á barnaspítala borgarinnar. Þetta kom fram á blaðamannafundi við eitt af sjúkrahúsum borgarinnar nú fyrir skömmu.
23.05.2017 - 12:36