Rannsaka fullyrðingar um njósnir Tyrkja

Saksóknarar í Þýskalandi ætla að rannsaka fullyrðingar um að tyrkneskir njósnarar hafi fylgst með fólki sem grunað er um stuðning við múslimaklerkinn Fetullah Gülen þar í landi. Búast má við að samskipti ráðamanna þjóðanna versni enn frekar við...
28.03.2017 - 16:50

Skoska þingið styður kröfu um þjóðaratkvæði

Skoska þingið samþykkti í dag með 69 atkvæðum gegn 59 að heimila Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra heimastjórnarinnar, að fara formlega fram á að breska stjórnin heimili að Skotar gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði.
28.03.2017 - 16:28

Ekki líklegt að Bretar gangi í EFTA í bráð

Á morgun hefst formleg útganga Breta úr Evrópusambandinu þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, virkjar 50. grein Lissabon-sáttamála sambandsins, ákvæði sem leyfir útgöngu sambandsþjóðar. Sir Tim Barrow, erindreki Breta í Brussel, gengur á...
28.03.2017 - 17:11

Sjakalinn fékk enn einn lífstíðardóminn

Dómstóll í Frakklandi dæmdi í dag einn kunnasta hryðjuverkamann heimsins, Sjakalann Carlos, í lífstíðarfangelsi fyrir sprengjuárás í verslun í París í september 1974. Tveir létu lífið í sprengingunni og 34 særðust. Sannað þótti að Sjakalinn hafi...
28.03.2017 - 14:08

Forsíða Daily Mail fær harða dóma

Forsíða breska dagblaðsins Daily Mail í dag hefur verið fordæmd víða um heim, á samfélagsmiðlum sem og annars staðar. Þar er birt mynd af Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands. Fyrirsögn...
28.03.2017 - 13:22

Yfir 300 almennir borgarar fallnir í Mosul

Yfir þrjú hundruð almennir borgarar hafa látið lífið frá því að hernaðaraðgerðir gegn vígamönnum Íslamska ríkisins í vesturhluta Mosul í Írak hófust í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sameinuðu þjóðirnar sendu frá sér í dag. Ef...

Ræða Úkraínudeilu og viðskiptabönn við Lavrov

Guðlaugur Þór Þórðarson og aðrir utanríkisráðherrar á Norðurlöndum ætla að ræða Úkraínudeiluna og viðskiptabönn við Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa. Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, lenti í Moskvu í morgun og fundar með Pútín...
28.03.2017 - 12:33

Stórbruni hjá Volvo í Gautaborg

Engan sakaði þegar eldur kom upp í verksmiðju Volvo bílasmiðjanna í Torslanda í Gautaborg í morgun. Eitraðan reyk lagði frá eldinum, svo að vissast þótti að flytja um 150 starfsmenn fyrirtækisins á brott. Tugir slökkviliðsmanna voru sendir á staðinn...
28.03.2017 - 11:14

Fundu lík í sokkinni ferju - myndskeið

Líkamsleifar eins farþega hafa fundist í ferjunni Sewol sem sökk undan ströndum Suður Kóreu árið 2014. Flaki ferjunnar var í síðustu viku lyft í heilu lagi upp á yfirborðið. Yfir þrjú hundruð manns fórust þegar ferjan sökk, aðallega börn og...
28.03.2017 - 10:44

Vísindamenn hefja leit að tasmaníutígrum

Skipulögð leit er hafin að tasmaníutígrum í fylkinu Queensland í Ástralíu eftir að „trúverðugar“ ábendingar bárust um að sést hefði til þeirra þar. Tasmaníutígurinn hefur verið talinn útdauður í 80 ár þótt fólk haldi því reglulega fram að hann hafi...
28.03.2017 - 10:27

Debbie flokkuð sem náttúruhamfarir

Fellibylurinn Debbie, sem herjar á Queensland í norðvesturhluta Ástralíu, hefur verið skilgreindur sem náttúruhamfarir. Vindhraðinn sló í 75 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Nokkuð hefur dregið úr vindhraðanum síðustu klukkustundirnar.
28.03.2017 - 09:55

Kannabisneysla lögleg í Kanada frá júlí 2018

Ríkisstjórn Justins Trudeau og Frjálslynda flokksins leggur á næstu vikum fram lagafrumvarp um lögleiðingu kannabisneyslu í Kanada. Samkvæmt frumvarpinu verður almenn neysla kannabisefna lögleg alstaðar í Kanada frá júlí á næsta ári. Þar með yrði...
28.03.2017 - 06:34

Hamfarastormurinn Debbie genginn á land

Fellibylurinn Debbie er genginn á land í Queensland í Norðaustur-Ástralíu og hamast þar á öllu sem fyrir verður af ógnarkrafti. Debbie er fjórða stigs fellibylur en enn er talin hætta á að hann sæki enn frekar í sig veðrið og falli í flokk fimmta...
28.03.2017 - 05:39

10 ára sænskur meistaraknapi á íslenskum hesti

Hin tíu ára Tekla Petersson frá Hosaby í Blekingehéraði er sænsku barnanna best í því að sitja íslenskan hest. Hún varð Svíþjóðarmeistari barna á aldrinum 10 - 13 ára síðasta haust. Þá sat hún hest móður sinnar, Mugg, en nú stefnir hún að því að...
28.03.2017 - 03:48

Joe Biden hefði viljað verða forseti

Joe Biden, sem gegndi embætti varaforseta Bandaríkjanna á valdatíma Baracks Obama, telur að hann hefði getað lagt Donald Trump að velli ef hann hefði boðið sig fram í forsetakosningunum í fyrra. Biden sagði þetta á fundi með nemendum Colgate...
28.03.2017 - 03:09