Björgunarsveitir aðstoða við opnun Costco

Fréttir af óbeislaðri innkaupagleði íslenskra neytenda við opnun nýrra verslana í gegnum tíðina hafa ekki farið framhjá verslunarstjóra amerísku Costco-verslunarinnar, sem hefur kallað eftir aðstoð björgunarsveita þegar búðin verður opnuð á...
18.05.2017 - 05:26

Segir þátttöku Finns engin áhrif hafa haft

Ólafur Ólafsson fjárfestir segir S-hópinn ekki hafa notið þess að hafa Finn Ingólfsson, fyrrverandi varaformann Framsóknarflokksins, innan sinna raða þegar hópurinn keypti tæplega helmingshlut í Búnaðarbankanum 2003.
17.05.2017 - 23:02

Vaxtalækkun hafi ekki áhrif á húsnæðisverð

Seðlabankastjóri telur að stýrivaxtalækkunin í dag hafi ekki áhrif á húsnæðisverð, sem hefur hækkað um tæp 23% á tólf mánuðum. Seðlabankastjóri segir að bankinn ákveði stýrivexti á grundvelli stöðunnar eins og hún er í efnahagslífinu og megi ekki...
17.05.2017 - 20:07

Verðfall við opnun markaða í Bandaríkjunum

Hlutabréf féllu í verði við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag. Dagblaðið New York Times segir að ástæðan sé óróleiki í stjórnmálum vestra þar sem Donald Trump forseti eigi í erfiðleikum. Kaupahéðnar á Wall Street óttist að veikist staða forsetans...
17.05.2017 - 15:10

Ekki svigrúm til meiri vaxtalækkunar

Stýrivextir Seðlabankans lækka um 0,25% niður í 4,75%. Fjármálaráðherra hafði lýst því yfir að réttast væri að bankinn lækkaði vexti duglega. Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir að ekki hafi verið svigrúm til meiri lækkunar. Hann telur óheppilegt...
17.05.2017 - 13:00

Útlendingar 11% vinnuaflsins

Atvinnuleysi á fyrsta ársfjórðungi var atvinnuleysi í landinu 2,9% samkvæmt tölum Hagstofunnar. Atvinnuþátttaka var tæplega 83%. Starfandi fólki hafði fjölgað um 7.200 frá fyrsta ársfjórðungi í fyrra og atvinnulausum fækkað um 500. Atvinnuleysi er...
17.05.2017 - 10:29

Stýrivextir lækkaðir í 4,75 prósent

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 0,25 prósent. Eftir lækkun verða stýrivextir 4,75 prósent.
17.05.2017 - 09:03

„Þetta er týpísk gerviverktaka“

Magnús Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ, vísar því á bug að flugfreyjur hjá Primera Air séu verktakar. Þetta sé dæmigerð gerviverktaka.  
17.05.2017 - 08:34

„Fátækt blettur á ríku samfélagi“

Fátækt er blettur á jafn ríku samfélagi og Íslandi og henni ber að útrýma, sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra málaráðherra vill að dregið verði enn frekar úr...
16.05.2017 - 21:29

Krónan sterkari en hún var árið 2007

Raungengi íslensku krónunnar er í sögulegum hæðum. Það er hærra en árið 2007 og þarf lítillar styrkingar við til að ná hæstu hæðum ársins 2005. Kaupmáttur landsmanna í erlendri mynt hefur ekki verið meiri en hann er nú í rúman áratug. Þetta sést...
16.05.2017 - 20:47

Leynifélag sem fékk milljarða virðist enn til

Leynifélagið Dekhill Advisors, sem fékk milljarða króna inn á svissneskan bankareikning vegna viðskipta með hlutabréf í Búnaðarbankanum 2006, virðist enn vera til. Upplýsingar um raunverulega eigendur félagsins ættu að vera á skrá hjá Julius Bär-...
16.05.2017 - 18:00

Miklu minni kaupmáttaraukning hjá yngra fólki

Kaupmáttur launa hefur aukist um 42% frá aldamótum. Eignir fólks eru að meðaltali um tvöfalt meiri en fyrir tuttugu árum. Yngri aldurshópurinn virðist hins vegar hafa setið eftir - laun hafa lítið hækkað og eignir minnkað að meðaltali.
16.05.2017 - 10:21

Hlutabréf í methæðum

Verðmæti fyrirtækja sem skráð eru í S&P 500 og Nasdaq hefur aldrei verið meira en við lok viðskipta í dag. Vísitölurnar hækkuðu um hálft prósent í dag og er hækkunin að mestu rekin til tíðinda af olíumörkuðum. Þó hafði það áhrif til hækkunar að...
15.05.2017 - 21:29

Sagði Sigurð sakna „Lundans“ í sölu Vífilstaða

Upp úr sauð á Alþingi eftir ummæli Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, í sérstökum umræðum um sölu ríkisins á landi Vífilsstaða til Garðabæjar. Benedikt beindi orðum sínum til málshefjanda - Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns...
15.05.2017 - 17:49

Krónan styrkist enn

Krónan er sterkari gagnvart bæði evru og dollara nú en áður en tilkynnt var um losun fjármagnshafta fyrir tveimur mánuðum síðan. Pundið hefur hins vegar styrkst lítillega gagnvart krónunni. Krónan var í mikilli sókn í síðustu viku og hún hélt áfram...
15.05.2017 - 17:23