Eign lífeyrissjóða rýrnað um 11,8 milljarða

Eign lífeyrissjóða í Högum hefur rýrnað um tæpa tólf milljarða í sumar. Gengi bréfa í Högum lækkaði um rúm sjö prósent í dag og hefur lækkað um þriðjung síðan Costco opnaði í maí. Markaðsvirði fyrirtækisins hefur þar með lækkað um tæpa 22 milljarða...
08.08.2017 - 18:56

Hagar lækka um 7,24%

Hlutabréf í Högum lækkuðu um 7,24% í viðskiptum dagsins. Lækkunina má að öllum líkindum rekja til afkomuviðvörunar sem félagiðs sendi frá sér fyrir helgi.
08.08.2017 - 17:24

Hlutabréfaverð í Högum snarfellur

Hlutabréf í Högum hafa lækkað að verðmæti um rúm sex prósent frá því opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í morgun. Lækkunin kemur ekki á óvart þar sem fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun um helgina. Þar kom fram að samdráttur í sölu sem...
08.08.2017 - 10:37

Níundi metdagurinn í röð

Dow Jones hlutabréfavísitalan náði nýjum hæðum í dag og stóð í 22.118,42 stigum við lok viðskipta. Þetta er níundi dagurinn í röð, þegar opið er fyrir viðskipti, sem nýtt met er sett í hlutabréfavísitölunni í lok dags. Nýtt met var líka sett í...
07.08.2017 - 20:43

Boða nefnd um ritstjórnarlegt sjálfstæði

Stjórnendur Vodafone leggja til að þriggja manna nefnd verði skipuð til að standa vörð um sjálfstæði þeirra fjölmiðla sem fyrirtækið eignast við kaupin á 365 miðlum. Fyrirtækið skuldbindur sig til að reka fjölmiðla 365 í þrjú ár að óbreyttu.
03.08.2017 - 21:12

Verkföll yfirvofandi á Barselónaflugvelli

Öryggisverðir á Le Prat flugvelli í Barselóna á Spáni hafa boðað fjögurra klukkustunda vinnustöðvun á morgun og á sunnudag og mánudag. Verkfallið kemur á versta tíma þar sem miklar annir eru á vellinum vegna fólks sem er á leiðinni í og úr...
03.08.2017 - 16:42

„Marklaust að halda áfram birtingu“

Smásöluvísitala dagvöru verður aflögð eftir að Hagar tilkynntu að fyrirtækið verði ekki lengur þátttakandi í vísitölunni. Forstöðumaður rannsóknarseturs verslunarinnar, sem hefur reiknað vísitöluna, segir slæmt að missa þannig fyrstu vísbendinguna...
03.08.2017 - 12:23

Dow Jones yfir 22 þúsund stig í fyrsta sinn

Dow Jones hlutabréfavísitalan bandaríska fór í dag í fyrsta sinn yfir 22 þúsund stig skömmu eftir að viðskipti hófust í kauphöllinni á Wall Street. Ástæðan er fyrst og fremst sex prósenta hækkun á hlutabréfum í tæknifyrirtækinu Apple sem tilkynnti...
02.08.2017 - 14:44

„Mikil harka og grimmd í 101"

Mikil harka og grimmd viðgengst á mörgum veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur, segir Níels Olgeirsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. Algengt sé að kokkar séu blóðmjólkaðir, og dæmi um að þeir séu látnir standa sautján tíma vaktir dag...
01.08.2017 - 12:44

Auglýsingafrelsi fylgi sölu áfengis í búðum

Forstjóri Ölgerðarinnar segir sátt ríkja um sölukerfi áfengis í gegnum ÁTVR. Ef leyfa á sölu áfengis í matvörubúðum verða framleiðendur að fá að auglýsa vöruna. Þetta verði ekki í sundur slitið.
01.08.2017 - 10:35

Kolsýrt vatn að verða vinsælla en kóladrykkir

Kolsýrt vatn verður á næstu árum mest seldi vöruflokkurinn á drykkjarvörumarkaðnum og fer fram úr kóladrykkjum. Þetta segir forstjóri Ölgerðarinnar.
01.08.2017 - 09:09

Erill vegna viðbótarframlags

Erill hefur verið hjá lífeyrissjóðum vegna viðbótarframlags vinnuveitenda sem tekur gildi um mánaðamótin, en heimilt er að ráðstafa viðbótinni að hluta eða öllu leyti í séreign og það er það sem vefst fyrir fólki. Almennt er betra fyrir eldri félaga...
31.07.2017 - 19:29

81 milljarðs króna halli á vöruviðskiptum

Rúmlega 81 milljarðs króna halli varð á vöruviðskiptum við útlönd á fyrri helmingi þessa árs. Vörur voru fluttar inn fyrir 325,5 milljarða króna, en út fyrir 244,4 milljarða.
31.07.2017 - 09:19

Húsnæði hækkar þrefalt meira en laun

Húsnæðisverð hefur hækkað mun meira en laun síðasta árið. Fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um rúm 21 prósent á einu ári á sama tíma og laun hækkuðu um 7,3 prósent samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar.
28.07.2017 - 16:45

Icelandair hagnast um rúman milljarð

Icelandair Group hagnaðist um 11 milljónir bandaríkjadala á öðrum fjórðungi ársins, eða jafngildi 1,1 milljarðs íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að heildartekjur hafi aukist um 11% á milli ára og numið tæpum...
27.07.2017 - 17:47