Óttast að ráðstefnuhótel missi viðskiptin

Eigendur ráðstefnuhótela víða um land óttast að tapa þeim viðskiptum ef virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verður hækkaður. Ákvörðun stjórnvalda gangi þvert á öll fyrri áform og verðhækkanir hafi bein áhrif á ákvarðanir þeirra sem fara með ráðstefnur...
29.04.2017 - 18:21

Seðlabankinn leggst yfir svör við tilboði sínu

Seðlabankinn leggst eftir helgi yfir þau svör sem bankanum bárust við tilboði sínu um kaup á aflandskrónum. Tilboðið var gert 4. apríl og frestur aflandskrónueigenda til að svara því rann út í gær. Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi...
29.04.2017 - 15:34

Segja óvissu ríkja um uppbót

Alþýðusamband Íslands gagnrýnir að ekki sé búið að gefa út reglugerð um orlofs- og desemberuppbót almannatrygginga til lífeyrisþega. Alþýðusambandið sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er miklum áhyggjum af þeirri óvissu sem uppi sé um...
29.04.2017 - 10:21

Óvíst um áhrif skattahækkunar

Erfitt er að spá fyrir um það hvort hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu hægir á fjölgun ferðamanna hér. Prófessor í ferðamálafræði segir að einhverju leyti skiljanlegt að ferðaþjónustuaðilar vantreysti stjórnvöldum.
27.04.2017 - 22:38

Hæstu byggingu kísilverksmiðju bætt við eftirá

Byggingu sem er helmingur af hæð Hallgrímskirkju, var bætt inn á lóð United Silicon í Helguvík eftir að skýrsla um umhverfismat var kynnt. Skipulagsstofnun var ekki tilkynnt um þessa viðbót og hefur krafið bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ skýringa.
27.04.2017 - 18:44

Borgun fær aukinn frest frá FME til að bæta úr

Borgun hefur fengið aukinn frest frá Fjármálaeftirlitinu til að verða við úrbótum eftir að gerðar voru alvarlegar athugasemdir um eftirlit Borgunar með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Upprunarlega fékk Borgun tvo mánuði til að bregðast við...
27.04.2017 - 17:30

Hafa orðið „ómerkingar orða sinna“

Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði, segir nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vega með ótrúlegum hætti að starfi framhaldsskóla landsins. Embættismenn menntamálaráðuneytisins, Illugi Gunnarsson, fyrrverandi...
27.04.2017 - 16:59

KEA hagnaðist um tæpan milljarð í fyrra

Hagnaður KEA á síðasta ári nam 943 milljónum króna eftir reiknaða skatta. Hagnaður ársins 2015 var 671 milljón. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í gær.
27.04.2017 - 16:45

Fengu sólarhringsfrest til að skila umsögnum

Fjárlaganefnd Alþingis óskaði í gær eftir 98 umsögnum um ríkisfjármálaáætlun og gaf sólarhringsfrest til að skila þeim inn. Nefndarformaðurinn segir þetta ekki of skamman frest þar sem öllum hafi verið frjálst að skila inn umsögnum þegar málið gekk...
27.04.2017 - 13:26

Bréf í Högum hækka eftir kaup á Olís

Hlutabréf í Högum hafa hækkað um rúm 7% frá því að tilkynnt var um kaup félagsins á Olís í gær. Kaupfélag Skagfirðinga og Samherji eignast hvort um sig rúm 4% í Högum verði kaupin samþykkt.
27.04.2017 - 12:13

Sammála um að endursemja um NAFTA

Mexíkó, Kanada og Bandaríkin hafa komist að samkomulagi um að semja um fríverslunarsamning ríkjanna, NAFTA, upp á nýtt. Frá þessu var greint í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í gærkvöld. Í yfirlýsingunni segir að Donald Trump, forseti, hafi ákveðið að...
27.04.2017 - 05:46

Hærri skattur á að hægja á fjölgun ferðamanna

Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu er beinlínis ætlað að stemma stigu við fjölgun ferðamanna á Íslandi. Þetta segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Það sé hvorki gott fyrir hagkerfið né ferðaþjónustuna sjálfa að hún vaxi of hratt.
26.04.2017 - 21:42

Hagar kaupa Olís

Hagar hf., sem meðal annars reka Bónus og Hagkaup, hafa keypt Olís - Olíuverslun Íslands, og fasteignafélagið DGV ehf. Samningurinn er gerður með nokkrum fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi allt eftir er gert ráð...
26.04.2017 - 18:58

Endurskoðar hugsanlega mat á umhverfisáhrifum

Skipulagsstofnun kannar hvort vandræði United Silicon í Helguvík kalli á aðgerðir af hálfu stofnaninnar. Til greina kemur að endurskoða mat á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun herti kröfurnar sem gerðar eru í starfsleyfi þeirra...
26.04.2017 - 18:22

82 prósent felldu framlengingu samnings

Átta af hverjum tíu félagsmönnum SFR felldu samkomulag um framlengingu á kjarasamningi félagsins við Isavia. Atkvæðagreiðslunni lauk í hádeginu í gær.
26.04.2017 - 16:34