Mikill makríll fyrir austan land

Mikill gangur er nú í makrílveiði eftir misgóða veiði undanfarnar vikur. Sjómenn segja mikið af makríl á ferðinni austur af landinu og þetta sé mun stærri makríll en undanfarin ár.
15.08.2017 - 13:48

Leik- og grunnskólar á Austurlandi mannaðir

Ráðið hefur verið í nær allar stöður í leik- og grunnskólum á Austurlandi fyrir haustið. Þar er staðan önnur en víða á suðvesturhorninu þar sem enn vantar fjölda fólks til starfa.
15.08.2017 - 12:25

Vill ræða laxveiðitekjurnar á kirkjuþingi

Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands, segir að ákvörðun kirkjuráðs um að sóknarpresturinn á Hofi í Vopnafirði fái ekki lengur tekjur af laxveiði í Hofsá, hefði átt að fá umræðu á kirkjuþingi. Stefna um að prestar fái ekki lengur tekjur...
09.08.2017 - 10:37

Vill birta skýrslu um legu þjóðvegar um firði

Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi, hefur farið fram á að skýrsla sem Vegagerðin vann um legu þjóðvegar 1 um firði verði gerð opinber. Austurfrétt fjallar um þetta og hefur eftir Einari að hann muni ítreka kröfu sína þar sem...
05.08.2017 - 06:43

Presturinn missir milljóna laxveiðitekjur

Kirkjuráð hefur ákveðið að sóknarpresturinn á Hofi í Vopnafirði fái ekki lengur tekjur af laxveiði í Hofsá. Breytingin tekur gildi þegar nýr prestur verður skipaður í embættið í október. Sóknarprestur hafði um fjórar og hálfa milljón króna í tekjur...
04.08.2017 - 13:11

Smala gæsum og merkja með GPS sendum

Á fjórða hundrað heiðagæsir á Norður- og Austurlandi hafa síðastliðna viku verið merktar í rannsóknarskyni. Tilgangurinn er að kortleggja hátterni fuglanna, ferðir þeirra og nýtingu beitarlands. Á beitarlandi í kringum Kárahnjúkastíflu var hópur...
01.08.2017 - 18:00

Beðinn að laga „holuna“ í gatslitnum vegi

Jakob Sigurðsson, oddviti sveitarstjórnar í Borgarfirði eystra, fékk símtal frá Vegagerðinni fyrir skemmstu þar sem hann var beðinn um að fara og fylla í „holuna á veginum“ frá Egilsstöðum til Borgarfjarðar eystra. Það væri ekki í frásögur færandi...
31.07.2017 - 15:23

Býst við þúsundum á unglingalandsmót UMFÍ

Undirbúningur fyrir unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina er langt kominn. Þó er ekki búið að manna allar stöður sjálfboðaliða. Framkvæmdastjóri mótsins er bjartsýnn á að það takist.
26.07.2017 - 12:15

Vill malbik á veginn til Borgarfjarðar eystra

Unnið er að því að lagfæra malarveginn milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystra en tónlistarhátíðin Bræðslan verður haldin á Borgarfirði um helgina. Oddviti sveitastjórnar er orðinn langþreyttur á því að stjórnvöld lagi bara veginn til bráðabirgða...
28.07.2017 - 10:47

Björgunarsveitir kallaðar út á tveimur stöðum

Björgunarsveitir á Suður- og Austurlandi leita nú fjögurra manna á tveimur stöðum. Á ellefta tímanum barst beiðni um aðstoð við mann í vanda á Síðujökli þar sem er mikill vindur, en hann hafði ráðgert að tjalda þar í nótt. Maðurinn náði að senda boð...
28.07.2017 - 00:11

Bræðslan haldin í þrettánda sinn um helgina

„Þetta er eiginlega farið að teygja sig yfir alla vikuna,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, Bræðslustjóri. Tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin á Borgarfirði eystra laugardaginn 29. júlí og fer dagskráin í kringum hátíðina stækkandi með hverju árinu.
27.07.2017 - 14:31

Göngukonan fundin heil á húfi

Um hálftólf í kvöld fundu björgunarsveitir á Austurlandi konu sem villtist í þoku í brattlendi við sunnanverðan Seyðisfjörð. Guðjón Már Jónsson hjá aðgerðastjórn Landsbjargar segir konuna hafa verið ómeidda og treysti hún sér til að ganga sjálf...
27.07.2017 - 01:12

Friðlýsing Jökulsárlóns „hrein valdníðsla“

Lögmaður Fögrusala ehf sem keypti jörðina Fell í vetur, segir að fyrirhuguð friðlýsing Jökulsárlóns sé hrein valdníðsla af hálfu ríkisins. Ríkið nýtti forkaupsrétt sinn og enn er óútkljáð dómsmál um hvort ríkið hafi staðið löglega að því. Björt...
25.07.2017 - 12:49

Mikil þátttaka í erfiðu Dyrfjallahlaupi

Mikil þátttaka var í fyrsta Dyrfjallahlaupinu sem var haldið um helgina. Hlaupið var í kringum Dyrfjöll í tilefni af 100 ára afmæli UMFB, Ungmennafélags Borgarfjarðar en fjöllin standa við Borgarfjörð eystra. Keppendur segja 23 kílómetra langa...
24.07.2017 - 14:49

Makríllinn vænn en dreifður

Vikingur AK, uppsjávarskip HB Granda, kom til Vopnafjarðar í gærkvöld með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fengust í veiðiferð á miðunum úti af Suð-Austurlandi.
22.07.2017 - 08:19