Ætla að reisa fiskeldisverksmiðju á Djúpavogi

Djúpavogshreppur hefur veitt fyrirtækinu Löxum ehf. forgangsrétt á nýtingu hafnarsvæðisins við Innri-Gleðivík á Djúpavogi. Fyrirtækið ætlar að auka starfsemi sína á Austfjörðum með því að byggja verksmiðju á Djúpavogi. Sveitarstjóri segir brýnt að...
22.08.2017 - 15:52

80 gestir á rafmagnslausu hóteli

Rafmagnsleysi sem varði í sjö klukkustundir á Breiðdalsvík og nágrenni í gær hafði umtalsverð áhrif á atvinnustarfssemi á svæðinu. Rarik áformar að bæta rafmagnstengingu Breiðdalsvíkur umtalsvert á næsta ári.
22.08.2017 - 14:34

Skógarafurðir fá milljóna raftjón ekki bætt

Skógarbóndi í Fljótsdal gagnrýnir RARIK fyrir ófullnægjandi rannsókn á spennulækkun sem hann segir hafa skemmt búnað og valdið fyrirtæki sínu milljóna tjóni. RARIK bætir einungis hluta tjóns en ekki töpuð viðskipti.
21.08.2017 - 21:54

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

Rafmagnslaust var á Breiðdalsvík og nágrenni í sjö klukkustundir í dag, frá klukkan hálf þrjú til hálf tíu. Orsökin var bilun í jarðstreng við aðveitustöðina á Ormsstöðum í Breiðdal.
21.08.2017 - 20:51

Skoða kosti þess að niðurgreiða innanlandsflug

Samgönguráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna mögulegar leiðir til að niðurgreiða innanlandsflug fyrir þá sem búa fjarri höfuðborginni. Formaður hópsins segir innanlandsflugið í raun helstu almenningssamgöngur þeirra sem búa úti á landi.
21.08.2017 - 20:46

Hraðakstur við Egilsstaði

Lögreglan á Egilsstöðum stöðvaði marga ökumenn fyrir of hraðan akstur norðan við Egilsstaði í gær. Sá sem ók hraðast mældist á 131 kílómetra hraða á klukkustund.
21.08.2017 - 11:46

Þurftu að panta önnur ljós - tafir á opnun

Tveggja mánaða seinkun verður á opnun Norðfjarðarganga meðal annars vegna þess að ljós sem nota átti í göngunum reyndust ónothæf. Göngin verða því ekki opnuð í næsta mánuði eins og til stóð.
21.08.2017 - 12:15

Endurbættur Norðfjarðarflugvöllur í notkun

Sjúkraflutningar frá Umdæmissjúkrahúsi Austurlands stórbatna með endurbættum Norðfjarðarflugvelli sem var opnaður í dag. Gamli malarvöllurinn var gjarnan ónothæfur mánuðum saman og olli skemmdum á sjúkraflugvélum.
20.08.2017 - 22:57

Reynir að ráða í leyndardóm álfkonudúksins

Vopnfirðingar fá um helgina að dást að svokölluðum álfkonudúk, dularfullum forngrip frá 17. öld sem sagan segir að hafi verið gjöf frá álfkonu. Fornleifafræðingur hefur rannsakað dúkinn sem líkist mjög tveimur altarisklæðum í Noregi.
20.08.2017 - 10:25

Eigandi vinnubúðanna ætlaði burt með þær í maí

Eigandi vinnubúða á Reyðarfirði er ósáttur við að menn á vegum Alcoa hafi meinað þeim að fjarlægja það sem eftir er af vinnubúðunum sem reistar voru á byggingartíma álversins. Stór hluti húseininga hafi verið seldur og afgangurinn átti að fara í...
18.08.2017 - 19:17

Nokkur tonn af makrílslori flæddu út á götu

Skotlögn sem flytur makríl sem ekki er nýttur til manneldis milli frystihúss og verksmiðju á Þórshöfn á Langanesi sprakk í gær með þeim afleiðingum að þrjú til fjögur tonn af slori flæddu úr lögninni og út á götu. Engin mengun hlaust af óhappinu.
18.08.2017 - 15:00

Fjarðaál vill yfirtaka vinnubúðir og fjarlægja

Lítil prýði er orðin að vinnubúðum sem reistar voru á Reyðarfirði vegna framkvæmda við álver Alcoa Fjarðaáls. Fyrirtækið ætlar að rifta samningum við félag sem keypti búðirnar og átti að vera farið með þær fyrir fjórum árum. Gangi allt eftir gæti...
17.08.2017 - 18:54

Reyndi að smygla eggjum úr landi með Norrænu

Lögregla og tollverðir á Seyðisfirði gripu í morgun íslenskan mann sem hugðist fara með um 100 egg úr landi með ferjunni Norrænu. Eggin eru úr villtum fuglum og blásið hafði verið úr þeim. Samkvæmt heimildum Fréttastofu voru eggin af ýmsum stærðum...
17.08.2017 - 17:24

Fjarðarheiði opnuð að nýju

Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar var lokuð um tíma í dag vegna umferðaróhapps en þar hefur verið mikil þoka í dag. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að enginn hafi meiðst alvarlega en mikil umferð hefur verið um heiðina enda kom...
17.08.2017 - 16:49

Sjö manns í bílveltu á Héraði

Jeppi með sjö manns innanborðs valt við Þórisvatn í Hróarstungu á Héraði á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum eru meiðsl á fólk ekki talin alvarleg.
16.08.2017 - 17:09