Grunaður vitorðsmaður handtekinn í Danmörku

Lögreglan í Danmörku hefur í haldi mann grunaðan um aðild að hryðjuverkaárás á skemmtistað í Istanbúl í Tyrklandi um áramótin.
20.07.2017 - 08:21

CIA hættir stuðningi við uppreisnarmenn

Bandaríska leyniþjónustan CIA ætlar að hætta stuðningi við hópa uppreisnarmanna í Sýrlandi sem berjast gegn Assad forseta. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessum stuðningi Bandaríkjamanna við uppreisnarmenn.
20.07.2017 - 08:11

Loftgæðum hrakað þrátt fyrir aðgerðir

Þrátt fyrir aðgerðir kínverskra stjórnvalda hafa íbúar stórborga notið færri daga með hreinu lofti á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Stjórnvöld heita því að halda aðgerðum áfram, þar á meðal að minnka kolabrennslu, minnka útblástur...
20.07.2017 - 06:20

Nýjar kröfur í Katardeilunni

Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og Egyptaland hafa lagt fram nýjar kröfur á hendur Katar í stað þeirra sem þau lögðu fram í síðasta mánuði. Ekki hafa borist nein svör frá stjórnvöldum í Doha. 
19.07.2017 - 11:02

Árás á flóttamenn í Jemen

Að minnsta kosti 20 almennir borgarar létu lífið í loftárás á flóttafólk í Mawza í Taez-héraði í suðvesturhluta Jemen í gær.
19.07.2017 - 09:34

Skotið á lífverði Dutertes

Fjórir menn úr lífvarðasveit Rodrigos Dutertes, forseta Filippseyja, særðust í skotárás á eynni Mindanao í morgun. Skotið var á bílalest þeirra, en forsetinn var ekki með þeim í för.
19.07.2017 - 08:23

Opinberar aftökur á skólalóðum

Opinberar aftökur eru framkvæmdar á skólalóðum, á markaðstorgum og við árbakka í Norður-Kóreu segir í nýrri skýrslu frjálsra félagasamtaka í Seúl. Aftökurnar eru oft án dóms og laga, fyrir glæpi á borð við að stela kopar úr vélum verksmiðja, dreifa...
19.07.2017 - 05:28

Erdogan til Sádi-Arabíu og Katar

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ætlar til Katar, Kúveit og Sádi-Arabíu 23. og 24. þessa mánaðar. Þetta sagði í tilkynningu frá skrifstofu Tyrklandsforseta í morgun.
18.07.2017 - 10:50

Duterte vill gildistíma herlaga framlengdan

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur beðið þingmenn að framlengja gildistíma herlaga sem verið hafa í gildi á suðurhluta eyjanna síðan í maí. Þau renna út á laugardag og vill forseti að þau verði framlengd til áramóta. 
18.07.2017 - 09:43

Mannréttindafrömuðir áfram í haldi

Dómstóll í Istanbúl fyrirskipaði í morgun að mannréttindafrömuðir sem handteknir voru í Tyrklandi fyrir tæpum hálfum mánuði skyldu verða áfram í haldi.
18.07.2017 - 08:10

Öflugur jarðskjálfti Beringshafi

Öflugur jarðskjálfti, 7,7 að stærð, varð á Beringshafi í kvöld, á milli vestustu Aleut-eyjanna, sem teygja sig í vestur frá Alaska, og Kamtsjatka-skagans austast í Síberíu. Skjálftinn var upphaflega skráður sem 7,4 að stærð, en nákvæmari...
18.07.2017 - 01:24

Mikið mannfall í Afganistan 2017

Fjöldi almennra borgara féll í stríðsátökunum í Afganistan á fyrri hluta ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í landinu.

Hart sótt að vígamönnum í Raqqa

Sveitir uppreisnarmanna í Sýrlandi, SDF, sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna, halda áfram sókn sinni gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins í höfuðvígi samtakanna í borginni Raqqa.
17.07.2017 - 09:09

S-Kóreumenn bjóða N-Kóreumönnum til viðræðna

Stjórnvöld í Suður-Kóreu buðu í morgun ráðamönnum í Norður-Kóreu til viðræðna um hernaðarmál þjóðanna, með því yfirlýsta markmiði að draga úr spennunni milli ríkjanna, sem mjög hefur aukist upp á síðkastið. Er þetta fyrsta tilboðið af þessu tagi sem...
17.07.2017 - 03:52

Tillerson áfram á ferð og flugi

Rex Tillerson heldur í dag áfram að reyna leysa deilur Katar og grannríkja, sem aukið hefur verulega spennuna í Austurlöndum nær.
13.07.2017 - 09:38