Stöðva þurfi blóðsúthellingar hersins

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að nú sé runnið upp síðasta tækifæri Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar, til að stöðva blóðsúthellingar gegn Róhingja-múslimum. Guterres hefur undanfarna daga hvatt Suu Kyi til að bregðast...
17.09.2017 - 18:01

Sammála um tillögur gegn Norður-Kóreu

Forsetar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sammæltust um að beita stjórnvöld í Pyongyang enn frekari þrýstingi eftir eldflaugaskot þeirra fyrir helgi. Þeir hyggjast bera tillögur sínar undir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í vikunni.
17.09.2017 - 07:24

Hamas tilbúið að leita sátta

Skæruliðahreyfingin Hamas er reiðubúin að rétta Fatah-hreyfingunni í Palestínu sáttarhönd. Eftir fund með Egyptum segjast æðstu menn Hamas tilbúnir til þess að leysa upp stjórn sem sett var saman til höfuðs stjórnar Palestínu.
17.09.2017 - 06:16

Herinn nær völdum á bækistöð vígamanna

Filippeyski herinn náði völdum á bækistöðvum hryðjuverkasveitar í borginni Marawi á suðurhluta landsins í gær. Átök hafa staðið um borgina í fjóra mánuði eftir að vígamenn gerðu áhlaup þar.
17.09.2017 - 05:56

Ferðafrelsi Róhingja í Bangladess takmarkað

Stjórnvöld í Bangladess hafa tilkynnt um víðtækar hömlur á ferðafrelsi Róhingja-múslima sem hafa flúið þangað frá Mjanmar. Um 400 þúsund Róhingjar hafa komið yfir landamærin frá því í ágúst. Í frétt á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir...
16.09.2017 - 16:34

Fyrsta pandan sem heillaði heiminn

Veturinn 1936 varð mikið fjölmiðlafár í Bandaríkjunum þegar til landsins kom framandi skepna alla leiðina frá Kína. Skepnan var pönduhúnninn Su-Lin, fyrsti pandabjörninn sem veiddur var lifandi af Vesturlandabúa og fluttur úr landi.
15.09.2017 - 11:51

Japönsk kona nú elst í heimi

Violet Moss-Brown frá Jamaíku, sem varð elsta kona heims fyrr á þessu ári, lést í gær, 117 ára að aldri. Forsætisráðherra Jamaíku staðfestir þetta á Twitter-síðu sinni.
16.09.2017 - 06:32

Kjarnavopnabúrið nánast klárt

Kjarnavopnabúr Norður-Kóreu er nánast tilbúið að sögn Kim Jong-Un, leiðtoga ríkisins. Hann segist leita eftir því að Norður-Kórea jafnist á við Bandaríkin að herstyrk, samkvæmt tilkynningu sem birt var á ríkisfréttstofunni KCNA.
16.09.2017 - 01:41

Kúrdar kjósi ekki um sjálfstæði í Írak

Bandaríkjastjórn krefst þess að Kúrdar láti af hugmyndum sínum um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Írak. Óttast stjórnvöld að atkvæðagreiðslan komi í veg fyrir að hægt verði að ná stöðugleika í ríkinu og geri aðgerðir gegn vígasamtökunum sem...
16.09.2017 - 00:48
Erlent · Asía · Írak · Kúrdar

Kínverjar og Rússar fordæma flugskeytatilraun

Kínverjar og Rússar fordæmdu í morgun flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna í gærkvöld.
15.09.2017 - 10:29

84 látnir eftir árás í Nasiriyah

Minnst 84 eru látnir eftir árásir vígamanna Íslamska ríkisins í borginni Nasiriyah í suðurhluta Íraks í gær.
15.09.2017 - 09:10

Duterte íhugar herlög

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, kann að setja á herlög í landinu fari boðuð mótmæli kommúnista og annarra vinstri manna úr böndunum.
15.09.2017 - 08:19

Duterte hótar herlögum

Forseti Filippseyja hótar herlögum á landið ef mótmæli andstæðinga hans fara úr böndunum. Frá þessu greinir varnarmálaráðherra landsins í dag. Boðað hefur verið til mótmælafundar á fimmtudag í næstu viku vegna herferðar forsetans gegn eiturlyfjum.
15.09.2017 - 10:06

Öryggisráð fundar vegna Norður-Kóreu í dag

Boðað hefur verið til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu út á Kyrrahaf í gærkvöldi. Bandaríkin og Japan boðuðu til fundarins Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna staðfestir að flaugin hafi verið...
15.09.2017 - 09:06

Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi

Í dag hófust í Tyrklandi réttarhöld yfir tveimur kennurum sem handteknir voru fyrr á árinu sakaðir um hryðjuverkastarfsemi. Í fyrradag voru lögmenn, sem annast hafa mál kennaranna tveggja, handteknir fyrir sömu sakir. 
14.09.2017 - 18:00