Segja ummæli fölsuð af tölvuþrjótum

Stjórnvöld í Katar segja óþekkt öfl hafa brotist inn í tölvukerfi ríkisfréttastofu landsins og birt ummæli sem eignuð eru emír landsins, Sheikh Tamim bin Hamad Al-Thani. Ummælin tengdust viðkvæmum utanríkismálum.
24.05.2017 - 04:16

Herlög á Filippseyjum

Herlög tóku gildi á Mindanao svæðinu á Filippseyjum í dag. Rodrigo Duterte, forseti landsins, gaf út skipun um það eftir átök öryggissveita lögreglu við vígamenn tengdum hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki í borginni Marawi....
24.05.2017 - 01:20

Réttarhöld hafin yfir Park

Réttarhöld hófust í morgun í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, yfir Park Geun-hye, fyrrverandi forseta landsins. Forsetinn fyrrverandi, sem var dæmd frá embætti, var flutt í réttarsal í handjárnum. Þetta var í fyrsta sinn sem það sést til hennar...
23.05.2017 - 16:44

Bauð samstarf í baráttunni við hryðjuverkamenn

Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð leiðtogum íslamskra ríkja vináttu, vonir og væntumþykju, þegar hann ávarpaði þá í dag í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Ræðu hans hafði verið beðið með eftirvæntingu.
21.05.2017 - 16:51

Umbótasinnar náðu völdum í Teheran

Umbótasinnar tryggðu sér öll sætin, 21 talsins, í borgarstjórn Teheran, höfuðborg Írans, í kosningum í síðustu viku. Íhaldsmenn höfðu farið með stjórn borgarinnar síðastliðin fjórtán ár. Hassan Rouhani, sem þykir hófsamur og umbótasinnaður, náði og...
21.05.2017 - 14:14

Skutu á loft meðaldrægu flugskeyti

Norður-Kóreumenn skutu í dag á loft meðaldrægu flugskeyti frá Pukchang tilraunasvæði sínu í Pyonganhéraði. Suðurkóreska herráðið greindi fyrst frá tilrauninni. Bandarískir sérfræðingar staðfestu síðar að skeytið sem skotið var á loft væri sams konar...
21.05.2017 - 13:09

Myrtu tvö og rændu finnskri konu

Vopnaðir menn réðust seint í gærkvöld inn á gistiheimili í Kabúl, höfuðborg Afganistans og skutu þar til bana þýska konu og afganskan vörð. Finnskrar konu, sem var gestur á heimilinu, er saknað. Talið er að henni hafi verið rænt. Sænsk...
21.05.2017 - 10:53

Skutu tvo vígamenn til bana í Ankara

Lögregla í Ankara, höfuðborg Tyrklands, felldi í dag tvo menn sem talið er að hafi ætlað að vinna hryðjuverk í nafni samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Mennirnir skiptust á skotum við lögregluna nokkra stund áður en þeir féllu, að því er...
21.05.2017 - 09:57

Kaupa vopn fyrir þúsundir milljarða

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Salman, konungur Sádi-Arabíu, gengu í dag frá kaupum þeirra síðarnefndu á bandarískum vopnum fyrir hátt í 110 milljarða dollara. Það er upphæð sem nemur um það bil fimmtánföldum fjárlögum Íslands. Embættismaður...
20.05.2017 - 14:32

Íran: Rouhani sigraði með yfirburðum

Hassan Rouhani, forseti Írans, var endurkjörinn með yfirburðum í forsetakosningum í gær. Þegar nánast öll atkvæði höfðu verið talinn hafði Rouhani hlotið tæplega 58 prósent atkvæðanna og var lýstur sigurvegari. Ljóst er því að ekki þarf að greiða...
20.05.2017 - 09:13

Fimm fórust í ferjubruna við Jövu

Minnst fimm létu lífið þegar eldur kom upp í farþegaferju undan Jövuströndum síðla föstudags, með hátt í 200 manns innanborðs. Skipstjórinn hvatti fólk til að koma sér í björgunarbáta og yfirgefa skipið þegar eldsins varð vart, samkvæmt upplýsingum...
20.05.2017 - 06:50

Rouhani með afgerandi forystu í Íran

Hassan Rouhani Íransforseti er með afgerandi forystu á helsta keppinaut sinn í forsetakosningunum sem fram fóru í gær og virðist næsta öruggur með endurkjör. Búið er að telja meira en helming greiddra atkvæða, eða 25,9 milljónir. Af þeim hefur...
20.05.2017 - 06:31
Erlent · Asía · Íran · Stjórnmál

Kólera breiðist hratt út í Jemen

Útlit er fyrir að allt að þrjú hundruð þúsund manns eigi eftir að veikjast af kóleru í Jemen næsta hálfa árið, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Sérfræðingar stofnunarinnar óttast það sem koma skal. Faraldurinn blossaði upp í október:...
19.05.2017 - 14:49

Fjórir sækjast eftir forsetaembætti í Íran

Forsetakosningar eru í Íran í dag. Hassan Rouhani, sitjandi forseti, er í framboði gegn klerkinum Ebrahim Raisi og þremur öðrum. Rouhani forseti leggur áherslu á að auka samskipti Írans við umheiminn og bæta samskipti við önnur ríki. Rasisi, helsti...
19.05.2017 - 08:47
Erlent · Asía · Íran

Duterte bannar reykingar á Filippseyjum

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur undirritað tilskipun sem bannar reykingar í almannarými í landinu öllu að viðlagðri fjögurra mánaða fangelsisrefsingu og sekt að jafnvirði rúmlega 10 þúsund króna. Reykingar verða bannaðar bæði innan- sem...
19.05.2017 - 08:35