Fjögur þúsund opinberir starfsmenn reknir

Hátt í fjögur þúsund opinberir starfsmenn voru reknir í dag í Tyrklandi, samkvæmt tilskipun sem stjórnvöld gáfu út. Þeirra á meðal eru yfir eitt þúsund starfsmenn dómsmálaráðuneytisins í Ankara og annar eins fjöldi úr tyrkneska hernum.
29.04.2017 - 18:24

Segir skotið vanvirðingu við Kína

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að misheppnað eldflaugaskot Norður-Kóreu í gærkvöld sé vanvirðing við Kína. Staðan á Kóreuskaga var rædd í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær, örfáum klukkustundum áður en flauginni var skotið á loft.
29.04.2017 - 14:34

Fordæma eldflaugarskot Norður-Kóreumanna

Stjórnvöld í Japan eru æf vegna eldflaugarskots Norður-Kóreumanna í gærkvöld. Shinzo Abe forsætisráðherra, sem staddur er í Lundúnum kvað tilraunina með öllu ólíðandi. Einu gilti þótt flugskeytið hafi sprungið og fallið til jarðar nokkrum sekúndum...
29.04.2017 - 14:09

24 fórust í aurskriðu í Kirgistan

Aurskriða féll á þorp í Mið-Asíuríkinu Kirgistan í morgun og kostaði 24 mannslíf. Níu börn eru á meðal hinna látnu, að því er AFP-fréttastofan hefur eftir Elmiru Sheripovu, talsmanni kirgiska neyðarmálaráðuneytisins.
29.04.2017 - 10:23

Öflugur jarðskjálfti við Filippseyjar

Jarðskjálfti af stærðinni 6,8 varð um 53 kílómetrum undan suðurströnd Filippseyja í kvöld. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út strax eftir skjálftann en var svo aflétt. Yfirvöld segja skemmdir hafa orðið á byggingum og tveir hafi slasast. Fjöldi fólks...
29.04.2017 - 06:24

Norður-Kóreumenn skutu upp flugskeyti

Norður-Kóreumenn skutu flugskeyti á loft í kvöld frá tilraunasvæði sínu norðan við höfuðborgina Pyongyang. Suður-kóreska fréttastofan Yonhap greindi fyrst frá þessu og vitnaði í heimildir í suður-kóreska hernum. Enn liggur ekki fyrir hverrar gerðar...
28.04.2017 - 22:13

Rússar gagnrýna árás Ísraelsmanna

Stjórnvöld í Moskvu gagnrýna árás Ísraelsmanna í Sýrlandi í morgun og segja að Ísraelsmönnum og öðrum beri að forðast aðgerðir sem aukið geti spennuna í þessum heimshluta.

Útilokar ekki hernað með Bandaríkjamönnum

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, útilokar ekki þátttöku í hernaðaraðgerðum með Bandaríkjamönnum beiti sýrlenski stjórnarherinn aftur efnavopnum í stríðinu gegn uppreisnarmönnum.
27.04.2017 - 11:18

Fannst á lífi eftir nærri sjö vikna hrakningar

Eftir nærri sjö vikna leit fundu björgunarmenn ungt par sem týndist á göngu um Himalaya-fjöll í Nepal. Konan, sem var 19 ára, var látin þegar björgunarfólk kom, en 21 árs gamall karlmaðurinn fannst á lífi og nýtur nú aðhlynningar á sjúkrahúsi í...
27.04.2017 - 01:48

Vaxandi spenna í Kasmír

Spenna hefur farið vaxandi í indverska hluta Kasmír að undanförnu. Yfirvöld hafa af þeim sökum fyrirskipað að lokað skuli fyrir vinsæla samfélagsmiðla á Netinu á borð við Facebook, Twitter og WhatsApp vegna vaxandi átaka. 
26.04.2017 - 16:31

Enn ógn af efnavopnum

Þrátt fyrir að mikill árangur hafi náðst í baráttunni gegn efnavopnum undanfarna tvo áratugi stafar enn ógn af slíkum vopnum. Þetta sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, við athöfn í höfuðstöðvum Efnavopnastofnunarinnar í Haag...
26.04.2017 - 15:47

Kínverjar áhyggjufullir

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, hvatti í dag Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn til að hætta heræfingum við strendur Kóreuskaga og Norður-Kóreumenn til að leggja kjarnorkuáætlanir sínar á hilluna, til að lægja þar öldur.
26.04.2017 - 14:54

Nýtt kínverskt flugvélamóðurskip

Nýju flugvélamóðurskipi var hleypt af stokkunum í hafnarborginni Dalian í norðausturströnd Kína í morgun. Þetta er annað flugvélamóðurskip Kínverja og verður samkvæmt breska útvarpinu BBC tekið í notkun árið 2020.
26.04.2017 - 11:01

Umdeilt loftvarnarkerfi bíður uppsetningar

Umdeildu bandarísku loftvarnarkerfi var ekið á sinn stað í Suður-Kóreu í kvöld að sögn Yonhap fréttastofunnar. Sex flutningabíla þurfti til að flytja alla hluta kerfisins. Loftvarnarkerfið, THAAD, er þeim eiginleikum gætt að geta mætt flugskeytum í...
26.04.2017 - 00:39

Ætla að merkja heilagar kýr

Ríkisstjórn Indlands hefur tilkynnt að milljónir kúa sem Hindúar telja heilagar og ganga lausar um götur borga og bæja verði merktar. Kýrnar fái örmerki í eyrun og verði skráðar í sérstakan tölvubanka guðlegra kúa. Tilgangurinn sé að koma í veg...
25.04.2017 - 08:39