Japan vill einangra Norður-Kóreu enn frekar

Utanríkisráðherra Japans hvetur ríki heims til að slíta stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu, til að auka þrýsting á þarlend stjórnvöld um að láta af öllum kjarnorku- og eldflaugatilraunum sínum. Utanríkisráðherrann, Taro Kono, sem er á...
22.09.2017 - 04:20

Kosið um hlutverk japanska hersins

„Almenningi var mjög brugðið við þessi tvö síðustu skot. Þetta voru meðaldrægar flaugar sem geta borið sprengjuodda. Fólki brá að sjá þetta fljúga yfir landið. Það er ansi mikil ögrun sem felst í því að skjóta þessu af ásetningi þvert yfir Japan,“...
21.09.2017 - 11:30

Níu starfsmenn Rauða krossins dóu í bílslysi

Minnst níu létu lífið þegar bílstjóri vöruflutningabíls á vegum Rauða krossins missti stjórn á bílnum nærri landamærabænum Cox's Bazaar í Bangladess í morgun. Bíllinn var að flytja hvort tveggja hjálpargögn og hjálparlið í flóttamannabúðir...
21.09.2017 - 05:24

Abe: Tími viðræðna við Norður-Kóreu er liðinn

Shinzo Abe, forsætisraðherra Japans, segir að tími viðræðna við Norður-Kóreumenn séu liðinn og tekur undir það með Bandaríkjamönnum að nú séu „allir möguleikar“ á borðinu. Þetta kom fram í ræðu hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í...
20.09.2017 - 19:07

Tekur ekki mark á stjórnvöldum í Bagdad

Massoud Barzani, leiðtogi Kúrda í Írak segist engin áform hafa um að hætta við boðaða atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Kúrdahéraðanna. Hann gefur andstæðingum þrjá daga til að koma með eitthvað annað í staðinn sem tryggt geti réttindi og sjálfstæði ...
20.09.2017 - 16:12

Macron vill ekki rifta samningnum við Íran

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er andvígur því að rifta kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. Hann sagði við fréttamenn í New York í dag að hann teldi samninginn frá 2015 vera góðan og að það yrðu mistök að ógilda hann án þess að annað kæmi...
20.09.2017 - 16:05

Óttast eldgos á Balí

Yfirvöld á eynni Balí í Indónesíu hafa gefið út viðvaranir um hættu á eldgosi. Mikil skjálftavirkni hefur verið í fjallinu Agung, sem er um 75 kílómetra frá ferðamannastaðnum Kuta.
20.09.2017 - 10:47

Ísrael: Skutu niður ómannað könnunarfar

Ísraelsher skaut í dag niður ómannað könnunarflugfar sem var á leið inn í ísraelska lofthelgi frá Gólanhæðum. Orrustuþotur voru sendar á loft þegar vart varð við flugfarið, en flugskeyti var notað til að granda því. Flakið kom niður á...
19.09.2017 - 13:48

Stjórnarherinn nálgast SDF í Deir Ezzor

Sýrlenski herinn, sem sótt hefur fram gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í borginni Deir Ezzor í austurhluta Sýrlands, hefur sent lið yfir Efrat-fljót sem skilur að austur- og vesturhluta borgarinnar. Þetta staðfesti foringi í bandalagi Kúrda og...
19.09.2017 - 09:18

Japan bætir loftvarnir sínar

Nýtt loftvarnarkerfi verður sett upp á japönsku eyjunni Hokkaido, nyrst í Japan. AFP fréttastofan hefur þetta eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis landsins. Nokkrir dagar eru síðan Norður-Kórea skaut flugskeyti yfir landið og ofan í Kyrrahaf.
19.09.2017 - 06:46

Suu Kyi fordæmir mannréttindabrot í Rakhine

Aung San Suu Kyi, forseti Mjanmars, segist finna til með öllum þeim sem þjást vegna átakanna í Rakhine héraði landsins. Hún segir stjórnvöld áhyggjufull yfir þeim fjölda múslima sem hafa flúið átakasvæði yfir til Bangladess. 
19.09.2017 - 05:15
Erlent · Asía · Mjanmar

Þrýst á Kúrda að hætta við atkvæðagreiðslu

Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur krafist þess að hætt verði við atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Kúrdahéraða landsins. Hæstiréttur Íraks fyrirskipaði að atkvæðagreiðslunni skyldi frestað.
18.09.2017 - 12:02

Verða að komast til Rakhine-héraðs

Samtökin Læknar án landamæra segjast verða að komast til Rakhine-héraðs í Mjanmar án tafar. Þau hafa farið fram á það við ráðamenn í landinu að fá að senda þangað hjálparstarfsmenn til aðstoðar minnihlutahópi rohingja sem sæta þar ofsóknum.
18.09.2017 - 08:43

Fellibylur á leið yfir Japan

Tveir fórust þegar fellibylurinn Talim fór yfir japönsku eyna Kyushu í gær. Þriggja er saknað. Tugir manna slösuðust í óveðrinu.
18.09.2017 - 08:06

Frelsuðu kaþólskan prest á Filippseyjum

Kaþólskur prestur, sem rænt var á Filippseyjum fyrir hátt í fjórum mánuðum, er frjáls ferða sinna á ný. Presturinn, Teresito Suganob, var í haldi mannræningja sem berjast undir merkjum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins. Að sögn...
18.09.2017 - 07:13