Egyptar hefndu hryðjuverkaárásar

Egypski herinn gerði loftárás á þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna í Líbíu, að sögn foseta Egyptalands, Abdul Fattah al-Sisi. Árásin er hefnd fyrir árás vígamanna á rútu safnaðar úr þjóðkirkju Egyptalands. Minnst 28 létust í árásinni og 25 til viðbótar...
27.05.2017 - 00:21

Egyptar loka á fréttasíður

Egypsk stjórnvöld lokuðu á vefsíður nokurra fjölmiðla í dag. AFP fréttastofan hefur eftir embættismanni úr varnarmálaráðuneytinu að 21 vefsíðu hafi verið lokað, þar á meðal öllum í eigu Al Jazeera fréttastofunnar og sjónvarpsstöð stjórnarandstæðinga...
25.05.2017 - 05:42

Tuttugu drukknuðu á Miðjarðarhafi

Að minnsta kosti tuttugu flóttamenn, þar af nokkur ung börn, drukknuðu þegar drekkhlaðin fleyta þeirra sökk á Miðjarðarhafi í dag. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni ítölsku strandgæslunnar að ástandið sé slæmt. Um það bil tvö hundruð manns hafi...
24.05.2017 - 10:44

Strandgæslumenn ógnuðu flóttamönnum

Nokkur hundruð flóttamönnum var bjargað úr bátum á Miðjarðarhafinu í dag. Alls fann ítalska strandgæslan ellefu báta á hafinu og er talið að um eitt þúsund manns hafi verið um borð. Bátarnir voru á leið til Evrópu frá Líbíu. 
24.05.2017 - 02:10

Björguðu 5.000 flóttamönnum á tveimur dögum

Björgunarskip á Miðjarðarhafi komu fimm þúsund flóttamönnum til aðstoðar á tveimur sólarhringum. Líbíumenn telja sig þurfa að vopna áhafnir á björgunarskipum sínum.
21.05.2017 - 15:57

82 Chibok-stúlkur aftur í faðm fjölskyldunnar

Það var tilfinningarík stund í nígerísku höfuðborginni Abuja þegar 82 nígerískar skólastúlkur og -konur sameinuðust fjölskyldum sínum í gær, laugardag, eftir að hafa verið sleppt úr haldi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir um tveimur vikum. Þær...
21.05.2017 - 01:46

140 féllu í Líbíu

Minnst 140 féllu í árás á bækistöð vopnaðra sveita stjórnarandstæðinga í Líbíu á fimmtudag. Flestir hinna látnu eru hermenn úr sveitum Khalifa Haftar, marskálks, sem er andsnúinn stjórninni í Trípólí, en nokkur fjöldi óbreyttra borgara mun einnig...
20.05.2017 - 02:53

Dauðadæmdum Norðmanni sleppt í Kongó

Norðmaðurinn Joshua French, sem dæmdur var til dauða árið 2014 í Kongó, hefur verið sleppt úr haldi og er hann kominn heim til Noregs. French var handtekinn 2009 í Kongó ásamt öðrum Norðmanni eftir að bílstjóri þeirra fannst látinn, skotinn til bana...
17.05.2017 - 21:42

Uppreisn á Fílabeinsströndinni

Skothríð heyrðist snemma í morgun í tveimur stærstu borgum Fílabeinsstrandarinnar, Abidjan og Bouake, þar sem einn maður lést af skotsárum í gær. Hluti hersins hefur gert uppreisn. Það eru fyrrverandi skæruliðar sem aðstoðuðu við að koma Alassane...
15.05.2017 - 07:27

Segist halda tryggð við Boko Haram

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram sendu frá sér myndband seint í gær þar sem Chibok skólastúlka lýsir yfir hollustu við samtökin. Hún kveðst hafa neitað því að vera leyst úr haldi þegar samningar náðust á milli nígerískra stjórnvalda og Boko Haram.
13.05.2017 - 06:33

Aldursgreining á fornleifafundi breytir öllu

Talið hefur verið að tegundin Homo naledi, sem fannst í Suður-Afríku, hafi verið uppi fyrir allt að þremur milljónum ára. Nú hafa rannsóknir leitt í ljós að tegundin gæti hafa verið uppi þegar nútímamaðurinn, Homo sapiens, var kominn til sögunnar.
09.05.2017 - 16:21

Tvær milljónir barna á flótta eða hrakhólum

Ríflega milljón börn hafa flúið harðnandi stríðsátökin í Suður-Súdan, samkvæmt upplýsingum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Svipaður fjöldi er á hrakningi innan landamæra Suður-Súdans. Leila Pakkala, svæðisstjóri UNICEF segir þá staðreynd,...
09.05.2017 - 03:58

Bíll sprakk við vinsælt kaffihús

Að minnsta kosti sex liggja í valnum eftir að bílsprengja sprakk í dag í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Tíu til viðbótar særðust, að því er fréttastofan AFP hefur eftir lögreglu. Sprengjan sprakk skammt frá ítölsku kaffihúsi við fjölfarna götu í...
08.05.2017 - 16:31

Fjölda flóttamanna saknað eftir helgina

Óttast er að hátt í tvö hundruð flóttamenn hafi drukknað þegar tveimur bátum hvolfdi undan ströndum Líbíu um nýliðna helgi. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðastofnunarinnar um fólksflutninga, IOM, komust sjö lífs af í öðrum bátnum, en 113 er saknað.
08.05.2017 - 13:48

Tugir skólabarna létust í rútuslysi

Yfir 30 manns, mestmegnis skólabörn, létust í rútuslysi í Norðaustur-Tansaníu á laugardag, að sögn þarlendra yfirvalda. Nokkur fjöldi til viðbótar slasaðist þegar rútan fór út af veginum og niður snarbratta hlíð ofan í gljúfur. Verið var að flytja...
08.05.2017 - 05:36