Neita að viðurkenna sigur Kenyatta

Bandalag stjórnarandstöðuflokka í Kenía neitar að viðurkenna að frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum í vikunni hafi lotið í lægra haldi fyrir sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar segjast ætla að berjast fyrir því að niðurstöðunni verði snúið...
12.08.2017 - 17:21

Tveir féllu í óeirðum í Kenía

Að minnsta kosti tveir voru skotnir til bana í mótmælaaðgerðum í Kenía í nótt. Tilkynnt var í gærkvöld að Uhuru Kenyatta hefði sigrað í forsetakosningunum á þriðjudag. Stjórnarandstæðingar eru sannfærðir um að brögð hafi verið í tafli.
12.08.2017 - 10:09

Kenyatta hrósaði sigri

Uhuru Kenyatta, forseti Kenía, hlaut 54,27 prósent atkvæða í umdeildum forsetakosningum. Raila Odinga, keppinautur hans um embættið, hlaut 44,74 prósent atkvæða samkvæmt niðurstöðum sem kosningastjórn í Kenía tilkynnti í kvöld.
11.08.2017 - 19:29

Tugir létust í járnbrautarslysi í Egyptalandi

Þrjátíu og sex eru látnir eftir að tvær járnbrautarlestir rákust á í dag í útjaðri Alexandríu í Egyptalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneyti landsins sendi frá sér síðdegis. 123 slösuðust í árekstrinum.
11.08.2017 - 16:01

Segja Odinga vera raunverulegan sigurvegara

Samband stjórnarandstöðuflokka í Keníu krafðist þess í dag að forsetaframbjóðandi þeirra, Raila Odinga, yrði skipaður forseti landsins þrátt fyrir að Uhuru Kenyatta, sitjandi forseti, hafi unnið kosningarnar á þriðjudag. Musalia Mudavadi, leiðtogi...
10.08.2017 - 14:48

Smyglarar ráku tugi ungmenna í opinn dauðann

Talið er að yfir 50 hafi drukknað þegar smyglarar ráku á annað hundrað sómalska og eþíópíska flóttamenn út í opinn dauðann við strendur Jemens á dögunum. Flest hinna drukknuðu eru sögð hafa verið á táningsaldri. Haft er eftir nokkrum sem lifðu af,...
10.08.2017 - 06:38

Óeirðir eftir forsetakosningar í Keníu

Stjórnarandstæðingar efndu til óeirða í Vestur-Keníu í morgun til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna í gær. Raila Odinga, helsti keppinautur Uhurus Kenyatta, Keníaforseta, véfengir niðurstöður forsetakosninganna og segir að brögð hafi verið í...
09.08.2017 - 13:21

Sakar sitjandi forseta um kosningasvindl

Raila Odinga, helsti keppinautur Uhurus Kenyatta, Keníaforseta, véfengir bráðabirgðaniðstöður forsetakosninganna í Kenía í gær. Búið var að telja ríflega ellefu milljónir atkvæða þegar yfirkjörstjórn birti fyrstu tölur. Samkvæmt þeim hafði Kenyatta...
09.08.2017 - 03:44

Zuma stóð af sér vantrauststillöguna

Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, stóð af sér tilraun stjórnarandstöðunnar til að koma honum frá völdum. Leynileg atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu stærsta stjórnarandstöðuflokksins á hendur forsetanum fór fram á þriðjudag. Baleka Mbete, forseti...
09.08.2017 - 00:54

Forsetakosningar í Kenía í dag

Forsetakosningar eru í Kenía í dag. Mikill viðbúnaður lögreglu og hers er um allt land, en óttast er að blóðugar óeirðir brjótist út fari svo að ásakanir um kosningasvindl fari á flug.
08.08.2017 - 18:17

Forseti Keníu vill að fólk „kjósi friðsamlega“

Uhuru Kenyatta, forseti Keníu, hvatti landa sína í sjónvarpsávarpi í gær til að fjölmenna á kjörstað í dag, þriðjudag, en hvatti til að svo yrði gert með friðsamlegum hætti. Keníumenn ganga til kosninga í dag og hefur loft verið lævi blandið...
08.08.2017 - 03:56

Skothríð á götum úti í Kinshasa

Tólf voru skotnir til bana í dag á götum úti í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó. Talsmaður ríkislögreglu landsins rauf útsendingu sjónvarpsins til að koma boðum til fólks um ástandið. Að hans sögn urðu tveir lögreglumenn fyrir skotum og særðust...
07.08.2017 - 14:50

Leynileg atkvæðagreiðsla um vantraust á Zuma

Atkvæðagreiðsla um vantraust á Jacob Zuma, forseta Suður-Afríku verður leynileg á þingi landsins. Hún fer fram á morgun. Talið er að nokkrir þingmenn Afríska þjóðarráðsins noti þá tækifærið og greiði atkvæði með vantrausti. Að sögn fjölmiðla í Suður...
07.08.2017 - 14:30

Kenía: spenna í loftinu fyrir kosningar

Keníumenn ganga til kosninga á morgun og mjótt á munum milli tveggja fremstu brambjóðenda í könnunum. Tvísýnt er um hvernig niðurstöðum kosninganna verður tekið en fyrir tíu árum reið ofbeldisalda yfir landið í kjölfar kosninga og vill enginn að svo...
07.08.2017 - 04:26

Kagame vinnur stórsigur í Rúanda

Kjörstjórn í Rúanda tilkynnti nýverið afgerandi sigur Paul Kagames í forsetakosningunum sem haldnar voru þar í landi í dag. Hlaut hann 98 prósent greiddra atkvæða og hefur nú sitt þriðja kjörtímabil í embætti forseta. Gagnrýnendur Kagames segja að í...
05.08.2017 - 01:37