Leiðtogi Boko Haram sagður hafa særst

Abubakar Shekau, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram, særðist í loftárás í norðausturhluta Nígeríu síðastliðinn föstudag. Fréttastofan AFP hefur þetta eftir ónefndum heimildarmönnum, sem segja að tveir af nánustu samstarfsmönnum leiðtogans...
03.05.2017 - 13:36

Tólf hafa látist úr dularfullum sjúkdómi

Torkennilegur sjúkdómur sem ekki hefur enn tekist að greina hefur orðið tólf manns að aldurtila í Líberíu á síðustu tíu dögum. Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, hafa staðfest að ekki sé um ebólu-sýkingu að ræða, þótt einkennin séu...
03.05.2017 - 02:50

Milljónir hjálpar þurfi í Eþíópíu

Um 7,7 milljónir Eþíópíumanna þurfa matvælaaðstoð á þurrkasvæðum landsins eða meira en tveimur milljónum fleiri en talið var í byrjun árs. Ríkisfjölmiðlar í Eþíópíu greindu frá þessu í morgun.
28.04.2017 - 11:04

Dómur yfir Habre staðfestur

Áfrýjunardómstóll í Senegal staðfesti í dag dóm yfir Hissene Habre, fyrrverandi forseta Tsjad, en hann var í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og pyntingar. 
27.04.2017 - 16:19

Stjórnin í Trípólí ekki með neina áætlun

Stjórnvöld í Trípólí hafa enga áætlun um hvernig draga megi úr straumi flóttamanna og hælisleitenda frá Líbíu til Evrópu. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir embættismönnum hjá Evrópusambandinu. 
27.04.2017 - 15:42

Síðasta nashyrningstarfsins gætt dag og nótt

Vopnaðir verðir gæta nú nashyrningstarfsins Súdans daga og nætur. Súdan, sem er í Ol Pejeta dýragarðinum í Kenía, er síðasti tarfurinn af nyrðri tegund hvítra nashyrninga í heiminum.
26.04.2017 - 12:30

Forsetaskipti fram undan í Angóla

Stjórnvöld í Angóla boðuðu í dag til kosninga 23. ágúst næstkomandi. Kjósenda bíður það verkefni að velja arftaka Eduardos dos Santos forseta, sem stjórnað hefur landinu með harðri hendi frá árinu 1979. Dos Santos er orðinn 74 ára. Hann hefur...
24.04.2017 - 20:35

Prófa nýtt bóluefni gegn malaríu

Nýtt bóluefni gegn malaríu verður prófað í þremur Afríkulöndum á árunum 2018-2020. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin greindi frá þessu í morgun
24.04.2017 - 08:53

Fundu 17 fjöldagrafir til viðbótar

Rannsóknarhópur á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur fundið 17 fjöldagrafir til viðbótar þeim sem áður hafa fundist í Kasai-héruðunum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Minnst 74 lík voru í gröfunum, þar af 30 af börnum. Zeid Raad Al Hussein,...
20.04.2017 - 05:51

Milljarðar fundust í mannlausu húsi

43 milljóna Bandaríkjadala reiðufé, andvirði um 4,7 milljarða króna, fannst í mannlausri íbúð í borginni Lagos í Nígeríu á þriðjudag. Reiðuféð fannst í húsleit spillingardeildar lögreglunnar í Nígeríu. Lögreglunni höfðu borist ábendingar um konu í...
14.04.2017 - 04:48

Komu í veg fyrir árásir á sendiráð

Nígeríska leyniþjónustan kom í veg fyrir áform hryðjuverkasamtakanna Boko Haram að ráðast á sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands og annarra vestrænna ríkja í höfuðborginni í Abuja.
12.04.2017 - 12:37

Stjórnarandstöðuleiðtogi ákærður fyrir landráð

Hakainde Hichilema, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Sambíu, og fimm menn aðrir hafa verið ákærðir fyrir landráð. Ástæðan er sú, að sögn lögreglunnar í höfuðborginni Lusaka, að þeir neituðu að víkja fyrir bílalest Edgars Lungus forseta. Hichilema...
12.04.2017 - 12:25

al-Sisi boðar þriggja mánaða neyðarlög

Abdul Fattah al-Sisi, Egyptalandsforseti, boðaði í kvöld setningu neyðarlaga vegna hryðjuverkaárásanna á tvær kirkjur egypskra kopta í dag, þar sem minnst 44 týndu lífi. Neyðarlögin eiga að gilda í þrjá mánuði. Þau heimila lögregluyfirvöldum að...
10.04.2017 - 02:56

Öryggisgæsla hert í Egyptalandi

Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, jók í dag öryggiseftirlit í landinu eftir að tvær sprengjur sprungu í og við kirkjur koptíska safnaðarins í landinu. Yfir fjörutíu kirkjugestir létust í árásunum.
09.04.2017 - 18:36

Tugir látnir eftir árásir á egypskar kirkjur

Hátt í fjörutíu eru látnir og yfir eitt hundrað særðir eftir að sprengjur sprungu í og við tvær kirkjur í Egyptalandi í dag. Ofsóknir gegn kristnum Egyptum hafa farið vaxandi að undanförnu. Öfgasinnaðir múslimar kenna þeim um að hafa átt þátt í að...
09.04.2017 - 12:18