Um 1.000 bjargað á Miðjarðarhafi

Ríflega 1.000 flóttamönnum var bjargað um borð í skip tveggja hjálparsamtaka undan ströndum Líbíu í dag. Um 400 manns voru í einum yfirfullum trébát en aðrir á stórum gúmmífleytum, einnig yfirfullum, þegar þeim var bjargað af starfsfólki samtakanna...
27.03.2017 - 03:23

40 lögreglumenn hálshöggnir

Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó gerðu minnst 40 lögreglumenn höfðinu styttri er þeir réðust á bílalest lögreglumanna í Kasai-héraði í landinu miðju. Yfirvöld í héraðinu greindu frá þessu. Liðsmenn Kamwina Nsapu-...

Stríðsherra greiði fórnarlömbum skaðabætur

Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag dæmdi í dag stríðsherrann Germain Katanga til að greiða 297 fórnarlömbum sínum í þorpinu Bogoro í Kongó 250 dollara hverju í „táknrænar skaðabætur“ fyrir ofbeldi sem þau voru beitt. Katanga og menn hans réðust inn í...
24.03.2017 - 12:11

Hosni Mubarak laus úr fangelsi

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, var látinn laus úr fangelsi í dag. Hann dvaldi raunar að mestu leyti á hersjúkrahúsi síðastliðin sex ár, frá því að hann var hnepptur í varðhald.
24.03.2017 - 11:51

10 fjöldagrafir fundust í Kongó

Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa fundið 10 fjöldagrafir í hinu róstusama Kasai-héraði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Barbara Matasconi, fulltrúi skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í landinu, greindi frá þessu á fréttamannafundi í...
23.03.2017 - 01:44

Flugslys í Suður-Súdan

Mildi þykir að enginn lét lífið þegar farþegaflugvél rakst á slökkviliðsbíl á flugvellinum í Wau í Suður-Súdan í gær. Mikill eldur blossaði upp við áreksturinn og áttu áhöfn og farþegar fótum fjör að launa.
21.03.2017 - 11:04

Enginn frá Afríku á Afríkuþingi

Árlegt afrískt viðskiptaþing var haldið í Kaliforníu um helgina án aðkomu nokkurs frá Afríku. Samkvæmt skipuleggjendum var að minnsta kosti 60 þátttakendum neitað um vegabréfsáritun.
21.03.2017 - 04:21

Styttan ekki af Ramses

Hlutar styttu sem fundust nýlega grafnir í aur í Kaíró eru ekki af egypska konungnum Ramses II. eins og talið var, en getur verið af öðrum konungi.
17.03.2017 - 10:00

Sjóræningjar slepptu gíslum sínum

Sjóræningjar í Sómalíu slepptu í gær áhöfn olíuskipsins Aris 13 sem þeir tóku fyrr í vikunni og leyfðu henni að sigla skipi sínu burt. Ekkert lausnargjald var greitt fyrir áhöfnina.
17.03.2017 - 07:52

Hóta hervaldi gegn sjóræningjum

Yfirvöld í Sómalíu segjast reiðubúin til að beita hervaldi til að frelsa skipverja olíuskips, sem rænt var undan strönd landsins í byrjun vikunnar, ef samningaviðræður við sjóræningja bera ekki árangur.
16.03.2017 - 11:11

Sjóræningjar krefjast lausnargjalds

Vopnaðir menn sem rændu olíuskipi undan strönd Sómalíu í fyrradag hafa krafist lausnargjalds fyrir skipið og áhöfn þess. Stofnun á vegum Evrópusambandsins sem berst gegn sjóránum staðfesti þetta í gærkvöld. 
15.03.2017 - 14:33

Fjöldi fólks lést á ruslahaugi í Eþíópíu

Sextíu og þrír hafa fundist látnir eftir að risastór ruslahaugur hrundi á laugardag í útjaðri Addis Ababa, höfuðborgar Eþíópíu. Margir hinna látnu bjuggu í kofum á haugnum eða við hann og höfðu lífsviðurværi sitt af því að róta eftir verðmætum á...
13.03.2017 - 16:53

Versta hungursneyð frá stofnun SÞ

Hungursneyð blasir við meira en tuttugu milljónum manna í Jemen, Sómalíu, Suður-Súdan og Nígeríu. Talið er að barn deyji á tíu mínútna fresti í Jemen af völdum sjúkdóma sem hægt væri að koma í veg fyrir. Stephen O'Brien, yfirmaður...
11.03.2017 - 11:49

Hershöfðingi í stríð gegn Salva Kiir forseta

Thomas Cirillo Swaka, fyrrverandi hershöfðingi í Suður-Súdan, hefur stofnað nýja fylkingu uppreisnarmanna með það að markmið að steypa Salva Kiir forseta og ríkisstjórn hans. Hann sakar forsetann um þjóðernishreinsanir.
07.03.2017 - 15:28

Viðbúnaður vegna fellibyls á Madagaskar

Yfirvöld á Madagaskar hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi á norðurhluta eyjarinnar vegna fellibylsins Enawo sem kom inn er inn yfir land. Mjög hvasst hefur verið á norðausturströnd eyjarinnar síðan í gær.
07.03.2017 - 14:51