Gæti veitt áverka þrátt fyrir axlarmeiðsl

Klórför á bringu Thomasar Møllers Olsens voru fjögurra til sex daga gömul að mati Sveins Magnússonar, læknis sem gerði læknisfræðilega úttekt á líkama Thomasar eftir að hann var handtekinn. Ragnar Jónsson bæklunarlæknir, sem verjandi Thomasar fékk...

80 gestir á rafmagnslausu hóteli

Rafmagnsleysi sem varði í sjö klukkustundir á Breiðdalsvík og nágrenni í gær hafði umtalsverð áhrif á atvinnustarfssemi á svæðinu. Rarik áformar að bæta rafmagnstengingu Breiðdalsvíkur umtalsvert á næsta ári.
22.08.2017 - 14:34

„Ekki beinlínis eins og við hlaupum út í A4“

Grunnskólar landsins eru settir víðast hvar í dag. Um fjögur þúsund og fimm hundruð börn hefja grunnskólagöngu í dag. Meira en helmingur sveitarfélaga sér nemendum fyrir námsgögnum, en til þess kemur ekki í  Reykjavík fyrr en á næsta ári, segir...
22.08.2017 - 14:34

Telja framlög til Viðreisnar í samræmi við lög

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, segir að flokkurinn hafi tekið við peningastyrkjum í góðri trú og telur viðtöku þeirra í samræmi við lög um fjármál stjórnmálasamtaka. Spurningar hafa vaknað varðandi styrkveitingar til flokksins...
22.08.2017 - 14:18

Fyrrverandi forsætisráðhera rænt

Ali Zeidan, fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu, var rænt og ekkert hefur heyrst frá honum í níu daga. Ættingjar og vinir hans greindu frá þessu í dag og sögðu að fylking hliðholl valdhöfum í Trípólí hefði verið að verki. 
22.08.2017 - 14:10

Þrjú ár frá árásunum á Gaza

Palestínumenn minnast þess að þrjú ár eru frá því að Ísraelsher hóf stórfelldar sprengjuárásir á byggðir Palestínumanna á Gaza. Hátt í 2.300 Palestínumenn létu þá lífið, þar af 590 börn. Að minnsta kosti 450 þúsund íbúar misstu heimili sín.

Töluverðir áverkar á líki Birnu

Lík Birnu Brjánsdóttur var með töluverða áverka, sagði Urs Wiesbrock, sérfræðilæknir í réttarmeinafræði, þegar hann gaf skýrslu í réttarhöldunum yfir Thomasi Møller Olsen, fyrstur vitna eftir hádegi. Hann sagði að nef Birnu hefði verið útflatt og...

Geta byrjað að auðga úran innan fimm daga

Talsmaður Íransstjórnar segir að ef Bandaríkjamenn rifta samkomulagi við Íran um kjarnorkuáætlun geti Íranar hafið auðgun úrans að nýju innan fimm daga. Trump Bandaríkjaforseti hefur haft í hótunum um að rifta kjarnorkusamningnum, sem á að koma í...
22.08.2017 - 13:23

Áhyggjur af umfangsmiklum heræfingum Rússa

Stjórnvöld í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi hafa áhyggjur af boðuðum umfangsmiklum heræfingum Rússa við landamæri ríkjanna. Allt að 100 þúsund rússneskir hermenn taka þátt í heræfingunum sem haldnar verða í Hvíta-Rússlandi, sem á landamæri að...
22.08.2017 - 13:08

Styrktu Viðreisn um 2,4 milljónir

Ríkisendurskoðandi segir tilefni til að skoða hvort lög um fjármál stjórnmálasamtaka séu nógu skýr. Helgi Magnússon fjárfestir og félög honum tengd styrktu Viðreisn um samtals 2,4 milljónir í fyrra. Ekki er heimilt að styrkja stjórnmálasamtök um...
22.08.2017 - 12:57

Sótt að vígamönnum í Tal Afar

Sveitir hliðhollar stjórnvöldum í Bagdad hafa náð á sitt vald tveimur úthverfum borgarinnar Tal Afar, eins af síðustu vígjum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í Írak.

Hækkuðu meira því launin voru svo lág áður

Laun framhaldsskólakennara, lækna og þeirra sem kjararáð úrskurðar laun hjá hafa hækkað meira en laun annarra ríkisstarfsmanna. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir tölurnar aðeins sýna hversu lág laun þeirra voru árið 2013.
22.08.2017 - 12:33

Bræðrum bjargað á Ischa

Þremur ungum bræðrum var bjargað úr rústum heimilis síns á eynni Ischa, skammt frá Napólí, í nótt og í morgun. Tveir létust í jarðskjálfta sem reið yfir eyna í gærkvöld og tugir slösuðust.
22.08.2017 - 12:10

Íbúar á Suðurnesjum fara mest í Costco

Garðbæingar eyða hærri upphæðum í Costco en allir aðrir samkvæmt tölum frá Meniga sem birtar voru í Kastljósi. Það eru þó ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins sem fara hlutfallslega mest í verslunina heldur þeir sem búa á Suðurnesjum. Vesturland er svo í...
22.08.2017 - 12:03

Enn loga eldar í Króatíu

Yfirvöld í Króatíu hafa gefið út viðvaranir vegna nýrra skógarelda sem blossað hafa upp í Dalmatíu-héraði og á eyjum undan ströndinni. Slökkviliðsmenn
22.08.2017 - 11:49