OECD mælir með gjöldum á ferðamenn

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, mælir með því í nýrri skýrslu að fjöldi ferðamanna á viðkvæmum stöðum hér á landi verði takmarkaður og að tekin verði upp gjöld til að stýra flæði ferðamanna og álagi á umhverfið. Skýrslan var kynnt á...
27.06.2017 - 16:58

Vara við gagnagíslatökunni

Póst- og fjarskiptastofnun fjallar um gagnagíslatökuna sem fréttir bárust um eftir hádegi í nýrri tilkynningu á vef sínum. Þar segir að spilliforrit sem líklega beiti nýju afbrigði af hugbúnaði, sem þekkt sé undir nafninu Petya, herji nú á...
27.06.2017 - 17:04

Litlar líkur á flóðbylgju vegna berghlaups

Líkur á flóðbylgju af hafi, í jökullónum eða stöðuvötnum eru ekki miklar hér á landi, en ekki er útilokað að slíkt geti gerst og þá gætu afleiðingarnar orðið verulega slæmar.
27.06.2017 - 16:40

Vígamenn brátt yfirbugaðir í Mósúl

Sveitir Írakshers héldu í dag áfram sókn sinni gegn vígamönnum Íslamska ríkisins í borginni Mósúl. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, sagði í dag að brátt yrði gefin út yfirlýsing um fullnaðarsigur í Mósúl.
27.06.2017 - 16:41

Nakin í ljósabekk - tapar dómsmáli

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum stúlku um miskabætur. Hún hélt því fram að lögreglumenn hefðu komið að sér nakinni í ljósabekk og handtekið sig.
27.06.2017 - 16:14

Segir að Sýrland sé ekki lengur til

Sýrland er ekki lengur til. Landið skiptist nú í sjö svæði sem enginn hefur afl eða jafnvel vilja til að sameina. Þetta segir sérfræðingur í málefnum svæðisins. Eftir því sem vígasveitir hins svokallaða Íslamska ríkis tapa meira landsvæði, hefur...
27.06.2017 - 16:35

Norsk-íslenski stofninn minnkar

Niðurstöður alþjóðlegs uppsjávarleiðangurs í Noregshafi og aðliggjandi hafsvæðum sem Hafrannsóknastofnun tók þátt í í maí sýna að norsk-íslenski síldarstofninn fer minnkandi.
27.06.2017 - 16:27

Skólpmengað vatn berst í sjó á Kjalarnesi

Fráveitulögn féll saman í fjöru neðan Búagrundar á Kjalarnesi þannig að skólpmengað vatn lekur nú í sjóinn. Nokkur mengun verður þegar slíkt gerist og biður heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fólk um að vera ekki á ferli í fjörunni.
27.06.2017 - 16:20

Segir konur skorta réttarvernd gegn netníði

Konur á Norðurlöndunum skortir lagalega vernd gegn netníði sem beinist að kynferði þeirra. Þolendur netníðs eru upp til hópa fólk sem lætur sig réttindabaráttu ýmissa hópa varða og netníð gagnvart konum beinist yfirleitt að kynferði þeirra. Þetta...
27.06.2017 - 16:23

Umfangsmikil skattsvik fótboltastjarna

Hver stórstjarnan í fótboltanum á fætur annari hefur orðið uppvís að skattsvikum. Meðal fræðgarmanna sem hafa verið undir smásjá yfirvalda eru Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Ángel Di Maria, Radamel Falcao og José Mourinho. Spænsk skattayfirvöld...
27.06.2017 - 16:22

„Leiðindin eru nýja gamanið“

Karl Ove Knausgård varð einn umtalaðasti og umdeildasti rithöfundur Noregs eftir að hann skrifaði sjálfsævisögu sína Min kamp, eða Baráttan mín. Gagnrýnendur hafa vakið athygli á því hve mikið hann dvelur við hversdagsleg smáatriði í verkinu – svo...
27.06.2017 - 16:01

Netárás um allan heim - í athugun hér

Umfangsmikil árás hefur haft áhrif á tölvur stofnana, fyrirtækja og einstaklinga vísvegar um heim í dag. Breska útvarpið BBC hefur eftir sérfræðingum að þetta kunni að vera svipuð tölvuveira og WannaCry sem olli talsverðum usla víða um heim í...
27.06.2017 - 16:01

Jón Trausti laus úr haldi

Jón Trausti Lúthersson, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur vegna rannsóknar á manndrápi í Mosfellsdal í byrjun mánaðarins, hefur verið látinn laus úr haldi eftir að Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum í dag.

Níu konur taka undir gagnrýni á Stígamót

9 konur, sem segjast hafa starfað á vettvangi Stígamóta, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær segjast trúa skrifum fyrrverandi starfskonu samtakanna og upplifun hennar á ofbeldi á vinnustaðnum. Konurnar níu segjast hafa sambærilega reynslu af...
27.06.2017 - 15:38

Costco fær leyfi fyrir fleiri bensíndælum

Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt að veita Costco leyfi fyrir fjölgun á bensíndælum. Dælurnar eru nú tólf en verða sextán eftir fjölgun. Samkvæmt deiliskipulagi Kauptúns er heimild fyrir fjórum dælueyjum, með fjórum dæluslöngum á hverri þeirra.
27.06.2017 - 14:49