Átök á þingi Makedóníu

Gjorge Ivanov, forseti Makedóníu, hvetur landsmenn til að halda ró sinni eftir atburðina á þingi í gær. Fjöldi manna réðst inn í þinghúsið í Skopje í gær til að mótmæla kosningu þingforseta úr röðum albanska minnihlutans í landinu. 
28.04.2017 - 07:59

Búast við slyddu eða snjókomu í dag

Í dag verður suðaustanátt, víða þrettán til átján metrar á sekúndu og rigning, en úrkomulítið norðanlands. Það má búast við slyddu eða snjókomu um tíma suðvestan suðvestantil á landinu seint í dag.
28.04.2017 - 07:41

Tímamót í rannsóknum á forfeðrum manna

Fjölþjóðlegt lið vísindamanna hefur fundið DNA erfðaefni ættingja mannkyns í hellum án þess að hafa fundið þar bein. Uppgötvunin gæti varpað nýju ljósi á sögu mannkyns og þróunar þess. 
28.04.2017 - 06:36

Ekki rykbundið í Reykjavík frá 2010

Aldrei hefur verið ráðist í að rykbinda vegna svifryks í Reykjavík seinustu sex ár – frá árinu 2010. Svifryksmengun hefur mælst yfir heilsuverndarmörkum níu sinnum á þessu ári – einu skipti sjaldnar en allt árið í fyrra.
28.04.2017 - 06:00

Líkur á hörðum átökum við Norður-Kóreu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir líkur á gríðarlegum hernaðarátökum gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorku- og flugskeytatilrauna þeirra. Sjálfur segist hann frekar vilja setjast að samningum við ríkið. Þá vill Trump að Suður-Kórea greiði fyrir...
28.04.2017 - 05:18

Toronto og San Antonio áfram eftir spennuleiki

Toronto Raptors og San Antonio Spurs tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Toronto bar sigurorð af Milwaukee í hnífjöfnum leik, og spennan var ekki síðri í viðureign San Antonio og Memphis.
28.04.2017 - 04:49

Ólafía í vandræðum eftir fyrsta hring

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér ekki á strik í fyrsta hring Texas Shootout mótsins í LPGA mótaröðinni í golfi í kvöld. Hún fór holurnar átján á 74 höggum, eða þremur höggum yfir pari.
28.04.2017 - 03:45

Tillerson og Trump hrósa forseta Kína

Kínverjar hafa krafist þess að Norður-Kórea láti af frekari kjarnorkutilraunum. Frá þessu greindi Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í sjónvarpsviðtali við Fox fréttastöðina í gær. 
28.04.2017 - 01:58

Ensk þáttaröð um þekktasta sakamál Íslands

Samningar hafa náðst á milli RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks, og Buccaneer Media um framleiðslu sjónvarpsþáttaraðar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Kvikmyndavefurinn Deadline greinir frá þessu. Breski blaðamaðurinn Simon Cox...
28.04.2017 - 00:53

Handtökur í Bretlandi vegna hryðjuverka

Kona á þrítugsaldri særðist þegar lögregla skaut að henni í London í dag. Fjórir aðrir voru handteknir og er fólkið grunað um tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Konan er nú á sjúkrahúsi og er hennar gætt af lögreglu.
28.04.2017 - 00:01

Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður

Karlmaður, sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku en brotin framdi maðurinn árið 2015. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, fimmtudag. Í ákærunni segir saksóknari að maðurinn...
27.04.2017 - 23:03

Skíðamót Fossavatnsgöngunnar hafið

Skíðagöngur skíðamóts Fossavatnsgöngunnar hófust í dag á Seljalandsdal á Ísafirði. Fossavatnsgangan hefur verið haldin á Ísafirði í yfir 80 ár og er nú stærsta skíðamót landsins. Göngustjóri segir að við skipulagningu göngunnar séu búin til ýmsar...
27.04.2017 - 22:59

Ætlar að kaupa ný lyf fyrir á annan milljarð

Heilbrigðisráðherra segir von á um tveggja milljarða fjárveitingu til kaupa á nýjum lyfjum. Til greina komi að fara í samstarf við nágrannalöndin til þess að ná hagstæðum samningum við lyfjakaup.
27.04.2017 - 22:45

FH leikur til úrslita um titilinn

FH leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. FH vann Afturelding 23-19 í þriðja undanúrslitaleik liðanna í kvöld og einvígið 3-0.
27.04.2017 - 22:39

Óvíst um áhrif skattahækkunar

Erfitt er að spá fyrir um það hvort hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu hægir á fjölgun ferðamanna hér. Prófessor í ferðamálafræði segir að einhverju leyti skiljanlegt að ferðaþjónustuaðilar vantreysti stjórnvöldum.
27.04.2017 - 22:38