Stöðvaði sókn með því að toga í hár mótherja

Sjaldséð atvik varð í leik Fjölnis og Keflavíkur í 2. umferð bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í gærkvöld. Hlín Heiðarsdóttir leikmaður Fjölnis stöðvaði sókn Keflavíkur á 9. mínútu með því að toga í hár Anítu Lindar Daníelsdóttur og fékk gult spjald...
24.05.2017 - 09:58

Viðræður þokast í rétta átt

Haldinn var árangursríkur fundur í kjaradeilu sjúkraflutningamanna í gær og eru líkur á því að samningstilboð berist frá ríkinu í dag. Enn hefur engin uppsögn tekið gildi. 
24.05.2017 - 09:47

Hætta í tómstundastarfi vegna námsálags

Vísbendingar eru um að menntaskólanemendur hætti í auknum mæli í íþróttum og öðru tómstundastarfi vegna námsálags. Foreldrar hafa áhyggjur af því að stytting framhaldsskóla komi í veg fyrir að nemendur njóti námsins
24.05.2017 - 09:10

Innbyggð skekkja og breytt hegðun ferðamanna

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segir margt skýra misræmi milli opinberra talna um fjölgun ferðamanna og fjölda gistinátta. Þar á meðal sé innbyggð skekkja í talningu ferðamanna en sennilega ráði aðrir þættir meiru um misræmið. Þar á meðal...
24.05.2017 - 08:13

Lítill stuðningur við einkarekstur

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, samkvæmt nýrri rannsókn Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands. Þetta á við hvort sem spurt er um rekstrarform sjúkrahúsa,...
24.05.2017 - 07:29

Handtekinn á Stansted vegna hryðjuverkaógnar

Breska hryðjuverkalögreglan handtók mann á fertugsaldri á Stansted flugvelli í gærkvöld. Maðurinn er grunaður um að hafa ætlað að ferðast til Sýrlands. Ríkislögreglan Scotland Yard segir handtöku mannsins ekki tengjast hryðjuverkunum í Manchester í...
24.05.2017 - 06:36

Ógnaði þremur með skrúfjárni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann við Grensásveg á öðrum tímanum í nótt. Hann er grunaður um að hafa ógnað þremur ungum mönnum með skrúfjárni. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í nótt grunaður um brot á vopnalögum, hótanir, vörslu...
24.05.2017 - 06:37

Kjararáð leiðréttir laun um 17 mánuði

Kjararáð hefur leiðrétt laun forstjóra Umhverfisstofnunar og orkumálastjóra 17 mánuði aftur í tímann eða frá 1. janúar á síðasta ári. Laun forstjóra Landsnets voru leiðrétt rúmt ár aftur í tímann á fundi ráðsins í síðustu viku. Orkumálastjóri sagði...
24.05.2017 - 06:36

Rigning sunnanlands seinnipartinn

Í dag er spáð austan kalda og dálítilli vætu. Reikna má með súldar- og þokulofti við sjávarsíðunua framan af en léttir víða til er líður á daginn, að því er fram kemur í pistli veðurfræðings Veðurstofunnar. Lítur út fyrir bjartviðri á Austfjörðum...
24.05.2017 - 06:23

Moody's lækkar lánshæfismat Kína

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfismat kínverska ríkisins í nótt. Fyrirtækið varar við því að skuldir hagkerfisins fari hækkandi þar sem von er á því að vöxtur þess fari minnkandi á næstu árum. Einkunnin fer úr A1 niður í Aa3, en Moody...
24.05.2017 - 06:13
Erlent · Asía · Kína · Viðskipti

Kvikmyndin Hrútar endurgerð í Ástralíu

Breska framleiðslufyrirtækið WestEnd Films hefur tryggt sér réttinn á að endurgera kvikmyndina Hrúta eftir Grím Hákonarson á ensku. Kvikmyndamiðillinn Variety greinir frá þessu. Kvikmyndin verður unnin í samstarfi við ástralska fyrirtækið WBMC.
24.05.2017 - 05:39

Cleveland einum sigri frá úrslitum

Kyrie Irving átti stórleik þegar Cleveland Cavaliers komst í kjörstöðu í einvígi sínu gegn Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði 42 stig í 112-99 sigri Cleveland sem leiðir einvígið 3-1. Liðið...
24.05.2017 - 04:54

Segja ummæli fölsuð af tölvuþrjótum

Stjórnvöld í Katar segja óþekkt öfl hafa brotist inn í tölvukerfi ríkisfréttastofu landsins og birt ummæli sem eignuð eru emír landsins, Sheikh Tamim bin Hamad Al-Thani. Ummælin tengdust viðkvæmum utanríkismálum.
24.05.2017 - 04:16

Top Gun 2 væntanleg á næstu árum

Maverick, Iceman og Goose bregður að öllum líkindum fyrir á hvíta tjaldinu á nýjan leik á næstu árum. Leikarinn Tom Cruise greindi frá því í sjónvarpsviðtali í Ástralíu í gær. Tökur hefjast líklega á næsta ári að sögn Cruise.
24.05.2017 - 03:49

Strandgæslumenn ógnuðu flóttamönnum

Nokkur hundruð flóttamönnum var bjargað úr bátum á Miðjarðarhafinu í dag. Alls fann ítalska strandgæslan ellefu báta á hafinu og er talið að um eitt þúsund manns hafi verið um borð. Bátarnir voru á leið til Evrópu frá Líbíu. 
24.05.2017 - 02:10