Yfir milljón pallbílar innkallaðir

13.05.2017 - 02:12
epa05960038 A 2016 Ram 1500 pickup truck sits on a dealership in Yucca Valley, California, USA 12 May 2017. Fiat Chrysler is recalling over a million Ram pickup trucks because of a software problem. The affected vehicles are the 2013-16 Ram 1500 and 2500
 Mynd: EPA
Fiat Chrysler bílaframleiðandinn innkallaði yfir eina milljón pallbíla í Bandaríkjunum. Galli er í hugbúnaði bílanna sem veldur því að loftpúðar í hliðum þeirra blásast ekki upp, að sögn AFP fréttastofunnar. 

Framleiðandinn veit af að minnsta kosti einu dauðsfalli sem mögulega má rekja til gallans, auk þess sem tveir hafa slasast. Gallinn er í rétt rúmlega milljón Ram pallbílum sem framleiddir voru á milli áranna 2013 og 2016. Fiat Chrysler innkallaði nærri tvær milljónir bíla í september í fyrra vegna galla í loftpúðum.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV