Wondering – Rebekka Sif

Plata vikunnar
 · 
Poppland
 · 
Popptónlist
 · 
Rebekka Sif
 · 
Tónlist
 · 
wondering

Wondering – Rebekka Sif

Plata vikunnar
 · 
Poppland
 · 
Popptónlist
 · 
Rebekka Sif
 · 
Tónlist
 · 
wondering
Mynd með færslu
28.08.2017 - 08:00.Matthías Már Magnússon.Plata vikunnar, .Poppland
Þann 17. ágúst gaf söngkonan og lagahöfundurinn Rebekka Sif út sína fyrstu plötu sem ber heitið Wondering og er platan plata vikunnar á Rás 2.

Á plötunni eru ellefu fjölbreytt lög sem spanna allt frá indie poppi til rokktónlistar. Rebekka Sif hefur verið að semja frá unglingsaldri en flest lögin á plötunni voru samin á síðustu árum. Hún sér þó ekki alfarið um lagasmíðarnar en Aron Andri Magnússon samdi með henni lögin Wondering og The One Who Gets Away, og Sindri Snær Thorlacius samdi með henni lagið Disappear. 

Fyrsta útgefna lagið af plötunni er titillagið Wondering sem er komið í spilun hjá Rás 2, en einnig var frumsýnt myndband við lagið inná Vísi núna í ágúst. Rebekka hefur áður gefið út lögin Dusty Wind og I Told You, en það síðarnefnda var í fimm vikur á Vinsældarlista Rásar 2 sumarið 2015. Haustið 2015 tók Rebekka svo þátt í fyrstu seríu The Voice Ísland og útskrifaðist vorið 2016  úr Tónlistarskóla FÍH með burtfarapróf í jazz- og rokksöng. 

Rebekka Sif og hljómsveit hennar héldu útgáfutónleika þann 17. ágúst á Rosenberg fyrir fullt hús áhorfenda. Með Rebekku spila þeir Aron Andri Magnússon á gítar, Sindri Snær Thorlacius á bassa, Daniel Alexander Cathcart-Jones á hljómborð og og Kristófer Nökkvi Sigurðsson á trommur. Arnór Sigurðarson sá um upptökustjórn og hljóðblöndun á plötunni. Wondering er komin inná Spotify en hægt er að nálgast eintak af plötunni í flestum búðum Pennans Eymundsson, Máli og menningu, Smekkleysu, 12 tónum og Lucky Records. 

 

Arnar Eggert og Andrea Jónsdóttir ræddu um plötuna í Popplandi á Rás 2, þann 1. september.