Wilbek hættir eftir átök um Guðmund

30.08.2016 - 08:44
epa05127729 Denmark's head coach Gudmundur Gudmundsson (L) reacts during the EHF European Men's Handball Championship 2016 group 2 match between Sweden and Denmark at the Centennial Hall in Wroclaw, Poland, 26 January 2016.  EPA/MACIEJ
 Mynd: EPA  -  PAP
Ulrik Wilbek er hættur störfum sem íþróttastjórnandi danska handboltasambandsins. Þetta var tilkynnt í morgun. Starfslokin koma í kjölfar mikils óróa í kringum landsliðið.

Dönsku fjölmiðlarnir TV2 og BT sögðu fréttir af því að Wilbek hefði fundað með dönsku landsliðsmönnunum meðan á keppni á ólympíuleikunum stóð. Þar hefði hann meðal annars rætt við þá um að segja Guðmundi Guðmundssyni upp störfum sem þjálfara landsliðsins. Danir stóðu að lokum uppi sem ólympíumeistarar karla í handbolta, undir stjórn Guðmundar.

Wilbek þjálfaði karlalandslið Dana í handbolta áður en Guðmundur tók við starfinu. 
 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV