Vopnaður maður ók á lögreglubíl

19.06.2017 - 15:00
Mynd með færslu
 Mynd: FR1
Vopnaður maður ók á lögreglubíl á Champs-Élysées breiðgötunni í París í dag. Franska lögreglan segir að þetta hafi verið árás - árásarmaðurinn er látinn.

Árásin var gerð um klukkan tvö að íslenskum tíma. Árásarmaðurinn ók Renault Megane bíl sínum niður breiðgötuna, sem er mjög vinsæll viðkomustaður ferðamanna í París. Hann ók á töluverðri ferð á lögreglubíl sem skemmdist nokkuð en eldur kviknaði Renault-inum. Árásarmaðurinn missti meðvitund og var fluttur lífshættulega slasaður á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðar látinn. Í bílnum fannst Kalashnikov riffil, handsprengjur og gaskútar.

Sprengjusveit lögreglunnar er enn á vettvangi en óttast er að sprengja geti enn verið í bílnum. Franska lögreglan er með mikið viðbúnað við götuna og hefur beðið almenning að halda sig fjarri. Franskir miðlar hafa eftir lögreglu að árásin sé litin mjög alvarlegum augum.  Tæpir tveir mánuðir eru síðan lögreglumaður var skotinn til bana á Champs-Élysées, þremur dögum fyrir fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Neyðarlög eru enn í gildi í landinu en þau voru sett á eftir hryðjuverkaárásir í París í nóvember 2015. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV