Vont gengi í Eurovision '86 krufið til mergjar

Eurovision
 · 
Gullkistan
 · 
Tónlist

Vont gengi í Eurovision '86 krufið til mergjar

Eurovision
 · 
Gullkistan
 · 
Tónlist
Mynd með færslu
10.05.2017 - 15:29.Vefritstjórn
Réttu ári eftir að Ísland tók fyrst þátt í Eurovision 1986, þar sem Icy tríóið flutti lagið „Gleðibankinn“, var þjóðin enn að sleikja sárin eftir 16. sætið. Í þættinum „Af hverju? Af hverju ekki?“, sem sýndur var vorið 1987, var stórum spurningum velt upp, sem velkjast mögulega um í kollum margra eftir nýjustu Euro-vonbrigðin.

Á Eurovision rétt á sér? Er hún úrelt? Er hún of dýr? Er vel að henni staðið? Eigum við að vera með? Af hverju og af hverju ekki?

Í þættinum er orsakanna leitað víða og fjöldi viðmælenda fenginn til að rýna í mögulegar ástæður fyrir því hvers vegna jómfrúarferðin fór eins og hún fór.

Rætt er við Dóru Einarsdóttur fatahönnuð, Gunnar Þórðarson hljómsveitarstjórnanda, Sóleyju Jóhannsdóttur danshöfund, Egil Eðvarðsson upptökustjóra, Eirík Jónsson blaðamann á DV, Steinar Berg hljómplötuútgefanda, Andreu Jónsdóttur dagskrárgerðarmann, Magnús Kjartansson og Gunnlaug Sigfússon. 

Umsjón með þættinum höfðu Kolbrún Halldórsdóttir og Bjarni Dagur Jónsson.

Mynd: DV, fimmtudag 15. maí 1986. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Til greina kemur að breyta keppninni á Íslandi

Tónlist

Ekki gott að vera með Svíum í undanriðli

Tónlist

„Þetta var ótrúlega mögnuð reynsla“

Tónlist

Svala komst ekki áfram