Volvo einhendir sér í rafbílavæðinguna

05.07.2017 - 15:31
Mynd með færslu
 Mynd: CC0  -  Pixabay
Volvo bílaverksmiðjurnar kínversku stefna á að framleiða eingöngu rafmagnsbíla og bíla sem ganga fyrir rafmagni og jarðefnaeldsneyti frá árinu 2019. Fyrirtækið stefnir að því að setja á markað fimm nýjar gerðir á árunum 2019 til 2021, að því er kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC.

Samkvæmt viðskiptaáætlunum Geely, móðurfyrirtæki Volvo, ætlar fyrirtækið að vera búið að selja eina milljón rafmagnsbíla árið 2025. Fyrirtækið hefur unnið að þróun rafbíla síðastliðin tíu ár. BBC hefur eftir Hakan Samuelsson, forstjóra Volvo bílasmiðjanna, að eftirspurn eftir rafknúnum bílum fari sífellt vaxandi. Fyrirtækið hafi viljað bregðast við þeirri þróun.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV