VÍS greiðir rúman milljarð í arð

15.03.2017 - 18:54
Mynd með færslu
 Mynd: VÍS
Hluthöfum í Vátryggingafélags Íslands verður greiddur samtals rúmur milljarður í arð, sem nemur um 0,46 krónum á hlut fyrir árið 2016. Þetta var samþykkt á aðalfundi félagsins í dag. Sjálfkjörið var í nýja stjórn VÍS á fundinum.

Í fréttatilkynningu frá VÍS segir að aðalfundur hafi heimilað stjórn félagsins að kaupa á næstu 18 mánuðum hluti í félaginu, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun, þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi allt að 10% af hlutafé þess.

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin formaður stjórnar VÍS á fundinum og Helga Hlín Hákonardóttir varaformaður.

 

Mynd með færslu
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV