Viltu eiginhandaráritun?

16.03.2017 - 22:27
Eftir leik ÍBV og Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta í kvöld sem ÍBV vann, 25-19 tók Sighvatur Jónsson fréttamaður RÚV í Vestmannaeyjum viðtöl eins og venja er. Meðal annars tók hann viðtal við Theodór Sigurbjörnsson leikmann ÍBV.

Þegar talið barst að nýjum dúk sem lagður hefur verið yfir gólfið í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum skaut Sighvatur því á Theodór að dúkurinn hefði greinilega nýst vel til að skrifa eiginhandaráritanir eftir leik. „Vilt þú fá líka?“ spurði Theodór í miðju viðtali.

Sighvatur tók boðinu eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður