Vill skólphreinsivirki hótels í umhverfismat

13.09.2017 - 16:22
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Umhverfisstofnun telur að skólphreinsivirki sem fyrirhugað er að reisa samhliða stækkun Hótels Reynihlíðar við Mývatn skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum. Náttúrufræðistofnun Íslands segir í umsögn sinni að ef leyfa á stækkun hótelsins verði sett skilyrði um að frárennslið verði hreinsað með fullkomnustu tækni. Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra hafnar áformum um stækkun hótelsins nema frárennslið verði hreinsað með ítarlegri skólphreinsun en tveggja þrepa.

Þetta kemur fram í umsögn Umhverfisstofnunar sem birt var á vef hennar í dag.  

Þar bendir stofnunin að það vanti upplýsingar um hve stórt hreinsvirkið muni vera, hvað mikið skólp það taki á sólarhring og hvort það sé nógu stórt til að anna hótelinu. 

Í greinargerð komi fram að framkvæmdasvæðið sé í um 200 metra fjarlægð frá bakka Mývatns en umhverfisstofnun telur að það væri öruggara ef hægt væri að hreinsistöðinni stað sem væri fjær. „sérstaklega í ljósi þess að Mývatn er á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í verulegri hættu á að tapa verndargildi sínu eða hafa tapað því að hluta til.“

Stofnunin segir að í ljósi þess að verndarsvæði Mývatns og Laxá sé á rauðum lista Umhverfisstofnunar og að óvissa ríki með staðsetningu, áhrif staðsetningu, umsjón, útlitshönnun og afkastagetu þá eigi framkvæmdin að vera háð mati á umhverfismati.

 

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV