Vill að óeirðarseggir verði merktir með ólum

15.07.2017 - 19:52
Erlent · Evrópa · G20 · Þýskaland
Mynd með færslu
 Mynd: Olaf Kosinsky
Þeir sem eru taldir líklegir til að efna til óeirða ættu að njóta takmarkaðs ferðafrelsis og vera merktir með sérstökum ólum. Þetta er haft eftir innanríkisráðherra Þýskalands, Thomas de Maiziere, á vef BBC. Eins og kunnugt er voru miklar óeirðir í Hamborg í kringum ráðstefnu G20-ríkjanna fyrr í mánuðinum en hugmyndum Thomas de Maiziere er ætlað að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Með ólunum væri hægt að fylgjast með staðsetningu grunaðra uppþotsmanna.

Um 20.000 lögregluþjónar voru við vinnu vegna mótmælanna og þar af slösuðust 500 í óeirðunum. De Maziere líkir hugmyndum sínum við eftirliti með fótboltabullum, segir á vef BBC. Talið er að um 100.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum vegna G20-fundarins.

Borgarstjóri Hamborgar hefur beðið borgarbúa afsökunar á óeirðunum.