Vill að Bretar veiti Julian Assange hæli

19.05.2017 - 14:00
epaselect epa05973796 Media gather outside the Ecuadorian embassy where Julian Assange is staying, in London, Britain, 19 May 2017. Swedish prosecutors have dropped their rape case against WikiLeaks founder Julian Assange, according to news reports.  EPA
Fréttamenn og ljósmyndarar bíða þess utan við sendiráð Ekvadors í Lundúnum að Julian Assange gangi þaðan út eftir fimm ára dvöl innan dyra.  Mynd: EPA
Guillaume Long, utanríkisráðherra Ekvadors, segir að Bretar verði að skjóta skjólshúsi yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, þegar hann fær að fara frjáls ferða sinna. Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvadors í Lundúnum síðastliðin fimm ár. Svíar tilkynntu í dag að þeir væru hættir að rannsaka kynferðisafbrotamál sem Assange var sakaður um í Svíþjóð. Jafnframt hafa þeir afturkallað beiðni um að hann verði handtekinn og framseldur til Svíþjóðar.

Sjálfur sagðist Assange í dag á Twitter hvorki ætla að fyrirgefa né gleyma þeirri meðferð sem hann sætti árum saman af hálfu Svía. Hann segist hafa verið í haldi í sjö ár án ákæru, hann hafi verið úthrópaður og ekki getað fylgst með uppvexti barna sinna.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV