Vilja senda erfingja Samsung í fangelsi

07.08.2017 - 10:55
epa05985451 Lee Jae-yong, vice chairman of Samsung Electronics Co., enters the Seoul Central District Court in Seoul, South Korea, 24 May 2017, to stand trial for alleged bribery related to the merger of two of Samsung's affiliates involving former
 Mynd: EPA  -  YNA
Saksóknarar í Suður-Kóreu krefjast þess að Lee Jae Jong, erfingi Samsung fyrirtækjarisans, verði dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir fjármálaspillingu. Hann og fjórir aðrir í framkvæmdastjórn Samsung eru sakaðir um mútur, meinsæri, fjárdrátt og að hafa falið eignir utan Suður-Kóreu.

Lee Jae Jong er meðal annars gefið að sök að hafa lofað Park Geun-hye, fyrrverandi forseta landsins, jafnvirði milljarða króna til þess að tryggja stuðning stjórnvalda við samruna sem færði honum frekari ítök í Samsung. Lee neitar sök. Hann er varaformaður stjórnar fyrirtækisins og hefur stýrt því frá því að faðir hans fékk hjartaáfall fyrir nokkrum árum.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV