Vilborg Arna: „Vonandi gefst færi“

15.05.2017 - 10:48
Mynd með færslu
 Mynd: K.G.S
Vilborg Arna Gissurardóttir heldur áleiðis upp í nótt til að halda aðlögun sinni áfram en hún stefnir að því að komast á topp Everest-fjalls á næstu dögum. Vilborg segir að sjö Sjerpar hafi komist á toppinn í dag og að fyrstu vestrænu klifrararnir mun því að öllum líkindum ná upp á morgun. Eftir það sé enginn augljós gluggi á allra næstu dögum. „Vonandi gefst færi áður en langt um líður,“ skrifar Vilborg á Facebook-síðu sinni.

Þetta er þriðja tilraun Vilborgar við hæsta fjall heims. Árið 2014 féll snjóflóð sem varð 16 nepölskum Sjerpum að bana og árið eftir varð mannskæður jarðskjálfi í Nepal. Hann varð til þess að Vilborg festist í grunnbúðum 1.