„Við lifum í heimi einnota skynditónlistar“

klassísk tónlist
 · 
Lestin
 · 
Pistlar
 · 
Popptónlist
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni

„Við lifum í heimi einnota skynditónlistar“

klassísk tónlist
 · 
Lestin
 · 
Pistlar
 · 
Popptónlist
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
15.05.2017 - 16:53.Anna Gyða Sigurgísladóttir.Lestin
„Ég vil koma á framfæri að við lifum í heimi einnota skynditónlistar, innantómrar tónlistar án nokkurs efnis og ég held að sigur minn geti verið sigur fyrir tónlist og tónlistarfólk sem semur tónlist sem hefur raunverulega þýðingu. Tónlist er ekki flugeldur, tónlist er tilfinning svo reynum að breyta þessu og færa tónlistina aftur heim – sem er það eina sem skiptir máli“ sagði Salvador Sobral, fulltrúi Portúgals í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

En hvaða tónlist skiptir máli? Og hvaða tónlist skiptir ekki máli? Hvers konar tónlist er innantóm? Og hvers konar tónlist telst hafa tilgang? Vangaveltur um áhrif tónlistarinnar á mannsandann, á sálina, á daginn, vangaveltur um tónlistina eru þau heilabrot sem veltast um á göngum Lestarinnar í dag.

Rithöfundurinn Kurt Vonnegut sagði tónlistina, framar öllu öðru, gera lífið næstum því þess virði að lifa því.

„Ef ég dey einhvern tímann, skrifaði Vonnegut, lát þetta vera eftirmæli mín:  Eina sönnunin sem hann þurfti til að að trúa á tilvist Guðs, var tónlist.“
- Kurt Vonnegut

Breski rithöfundurinn Aldous Huxley, sem er þekktur fyrir vísinda skáldsögu sína ,,Brave New World eða Veröld ný og góð‘‘, var sammála Unu er kemur að því að lýsa áhrifum tónlistarinnar. Í riti sínu ,,Music at night‘‘, tónlist um nætur, skrifar hann um tónlist en þar segir hann að: ,,Frá hreinni skynjun til innsæis um fegurð, frá ánægju og sársauka ástarinnar og dularfullri sæluvímu dauðans – öll þau grundvallaratriði, undirstaða mannsandans er aðeins skynjuð, ekki tjáð. Afgangurinn, er ávallt, og alls staðar, .. þögn. Það sem kemur næst því að tjá hið hið ólýsanlega er tónlist. Shakespeare lagði niður pennann og kallaði eftir tónlist, þegar hann reyndi að lýsa því sem virtist ólýsanlegt. Ef tónlist gat ekki komið hugsununum í orð, þá tók þögnin aftur við - því afgangurinn er ávallt, og alls staðar þögnin.

Tónlist er ekki flugeldur, tónlist er tilfinning. Salvador Sobral hreif áhorfendur enda bar hann af sér eðlilegan, hreinan og tæran þokka. Dæmi hver fyrir sig en fögur var persónan. Ég skil ekki um hvað hann söng, en það er líka ekki það sem skiptir mig máli - áhrifin sem hann hafði á tilfinningalíf mitt er það sem skiptir máli. Sobral hafði samskonar áhrif og nafni hans, innan lyfjafræðinnar, Sobril. Tónlistin var ekki flugeldur, hún var tilfinning

Áhrif tónlistar á mannsandann er umfjöllunarefni sem hefur verið og er okkur hugleikið í Lestinni. Við veltum fyrir okkur efninu í þætti dagsins með Unu Margréti Jónsdóttur, dagskrárgerðamanni á Rás 1.