Vatnsleki í skólastofum Háskóla Íslands

02.05.2017 - 01:30
Mynd með færslu
 Mynd: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir  -  RÚV
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna vatnsleka í húsnæði Háskóla Íslands við Sæmundargötu. Um þrjár og hálfa klukkustund tók að dæla vatninu úr tveimur skólastofum og urðu einhverjar skemmdir á þeim að sögn varðstjóra slökkviliðsins.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV