„Vatnajökull“ lenti á Egilsstöðum

13.05.2017 - 17:37
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson  -  RÚV
Skrautleg flugvél lenti á Egilsstaðaflugvelli í dag. Vélin er í eigu Icelandair og á hana hefur verið sprautuð mynd af Vatnajökli. Vélinni er ætlað að vekja athygli og vera Íslandskynning. Með í för í dag voru 22 blaðamenn frá ýmsum löndum en Icelandair bauð þeim til landsins til að skoða Vatnajökul og kynna landið.

Vélin kom til landsins fyrir rúmri viku en fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að það hafi tekið 25 manna hóp listamanna 24 daga að ljúka við að sprauta vélina. Vélin vakti athygli á Egilsstöðum og ófáir stöðvuðu bíla sína við völlinn til að berja vélina augum. 

Mynd með færslu
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV