Varð að hætta við mettilraun

04.04.2017 - 08:30
epa05886975 An undated handout photo made available by Twentieth Letter on 04 April 2014 shows Queensland sailor Lisa Blair on board her yacht Climate Action Now during her attempt to become the first woman to circumnavigate Antarctica solo. Blair has
Lisa Blair.  Mynd: EPA  -  TWENTIETH LETTER
Ástralski ofurhuginn Lisa Blair varð í morgun að hætta tilraun sinni til að sigla ein síns liðs á skútu sinni í kringum Suðurskautslandið. Mastur skútunnar brotnaði í vonskuveðri, 40 hnúta vindi og sjö metra ölduhæð. 

Blair hafði þá verið á siglingu í 72 daga, en hún stefndi að því að slá met Rússans Fedors Konyukhovs, sem sigldi í kringum Suðurskautslandið á 102 dögum árið 2008. Blair ætlaði að reyna að gera það á 94 dögum.

Samstarfsfólk Blair í landi segja ekkert ama að henni. Hún ætli að skoða skemmdir þegar vind lægi og reyna svo að sigla fyrir vélarafli til næstu hafnar.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV