Varað við stormi á norðanverðu Snæfellsnesi

22.07.2017 - 11:14
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson  -  RÚV
Veðurstofan varar við stormi á norðanverðu Snæfellsnesi þegar líður á daginn og fram eftir nóttu. Þar má gera ráð fyrir að vindhviður fari í 25 til 35 metra á sekúndu í dag og fram eftir nóttu. Sérstaklega er tekið fram í stormviðvörun Veðurstofunnar að þær vindhviður geti verið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Vindurinn er að suðaustan í dag, tíu til 23 metrar á suðvestanverðu landinu seinnipartinn en annars fimm til þrettán metrar á sekúndu. Hiti verður á bilinu tólf til 24 stig og verður hlýjast norðaustanlands. Mestur hiti í dag hefur mælst að Torfum, í Ásbyrgi og á Staðarhóli, um og yfir 23 stig.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV