Vara við gagnagíslatökunni

27.06.2017 - 17:04
epa05769349 A man types on a laptop computer keyboard in Taipei, Taiwan, early 04 February 2017. On 03 Feburary 2017, five Taiwan security companies suffered distributed Denial -of-service (DDoS) attacks from an anonynous hacker who demanded each firm to
 Mynd: EPA
Póst- og fjarskiptastofnun fjallar um gagnagíslatökuna sem fréttir bárust um eftir hádegi í nýrri tilkynningu á vef sínum. Þar segir að spilliforrit sem líklega beiti nýju afbrigði af hugbúnaði, sem þekkt sé undir nafninu Petya, herji nú á tölvukerfi í nokkrum löndum þeirra á meðal Danmörk, Bretland, Úkraínu og Rússland.

Spilliforritið sé gagnagíslataka sem dulriti gögn í viðkomandi tölvu og síðan sé krafist lausnargjalds svo afkóða megi gögnin. Vísbendingar séu um að þetta afbrigði noti sömu smitleið og WannaCry sem olli usla í maí. Póst- og fjarskiptastofnuna mælir með að taka afrit reglulega, stýrikerfi og vírusvarnir séu uppfærð og að ekki sé smellt á viðhengi sem komi í óumbeðnum tölvupósti burtséð frá því hvort sendanda skilaboðanna sé treyst eða ekki. Ef tölva sýkist eigi að taka hana úr sambandi strax, bæði netsnúru og WiFi. Þá eigi að tilkynna smit til netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Nánari upplýsingar koma fram í fréttatilkynningu Póst- og fjarskiptastofnunar. 

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV