Útlendingar 11% vinnuaflsins

17.05.2017 - 10:29
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV  -  RÚV Anton Brink
Atvinnuleysi á fyrsta ársfjórðungi var atvinnuleysi í landinu 2,9% samkvæmt tölum Hagstofunnar. Atvinnuþátttaka var tæplega 83%. Starfandi fólki hafði fjölgað um 7.200 frá fyrsta ársfjórðungi í fyrra og atvinnulausum fækkað um 500. Atvinnuleysi er minna á höfuðborgarsvæðinu, 2,6% en utan þess þar sem það var 3,3%. Um þúsund fleiri karlar voru atvinnulausir en konur á fyrsta ársfjórðungi. Þeir 3.330 en þær 2.300.

 

Í úttekt Vinnumálastofnunar á vinnumarkaðinum í apríl kemur fram að í fyrra voru um 21.000 erlendir ríkisborgarar að jafnaði á íslenskum vinnumarkaði eða tæp 11% af vinnuaflinu.

Vinnumálastofnun hefur gefið út um 150 fleiri atvinnuleyfi það sem af er ár en á sama tíma í fyrra og um 1.200 manns störfuðu hér í apríl á vegum starfsmannaleiga, þeim fjölgaði um 95 frá því mars. Starfsmönnum erlendra þjónustufyrirtækja hafði fækkað frá í mars um 124 og voru 351 í apríl.