Umhverfislistaverkið Þúfa vígt í dag

21.12.2013 - 21:12
Mynd með færslu
Umhverfislistaverkið Þúfa eftir Ólöfu Nordal var formlega vígt síðdegis. Þúfa stendur við vestanverða innsiglinguna að Reykjavíkurhöfn. Gegnt Hörpu er grasi vaxinn hóll með steinþrepum sem leiða upp á topp hans.

Þar er lítill fiskhjallur en gert er ráð fyrir að í honum verði þurrkaður hákarl og annar fiskur. Hóllinn er 26 metrar í þvermál og 8 metra hár. Í verkið fóru um 2400 rúmmetrar af jarðefni og efnismagnið vegur um 4.500 tonn.