Um sársauka annarra

13.12.2016 - 18:22
Ban Ki-Moon, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu Þjóðanna, segir að honum sé órótt vegna frétta af grimmdarverkum gagnvart almennum borgurum í Aleppo síðasta sólahringinn. Í dag, sem og marga aðra, á því verk bandaríska rithöfundarins Susan Sontag, ,,Um sársauka annarra“, vel við, en í bókinni skoðar hún hlutverk ljósmynda í samtímanum, og þá sérstaklega ljósmynda sem sýna okkur hörmungar annars staðar í heiminum.

UM SÁRSAUKA ANNARRA
Síðasta fræðiverk fræðimannsins Susan Sontag nefnist ,,Um sársauka annarra“ eða ,,Regarding the Pain of Others“ eins og það nefnist á ensku. Sontag beinir þar sjónum að hinum margræðu og mótsagnakenndu áhrifum sem fréttirnar, myndirnar og myndböndin alltumlykjandi hafa á hina öruggu sem þekkja ekki stríð nema í gegnum myndirnar. Í bókinni leitast hún við að skilja viðbrögð þeirra sem verða vitni af þjáningum, dauða og grimmd í gegnum ljósmyndir og án þess að vera viðstaddir hörmungarnar sjálfar. 

Lestin leitar til Sontag í dag og veltir fyrir sér sársauka annarra, er við fylgjumst með fréttaflutningi frá Aleppo í Sýrlandi og finnum fyrir máttleysi, getuleysi og vonleysi. 

Mynd með færslu
Anna Gyða Sigurgísladóttir
dagskrárgerðarmaður
Lestin
Þessi þáttur er í hlaðvarpi