U15 tapaði - Kristinn ekki í úrslit

18.08.2014 - 19:11
Mynd með færslu
Íslenska U15 ára landslið karla í knattspyrnu tapaði fyrir jafnöldrum sínum frá Perú 2-1 í dag á Ólympíuleikum ungmenna sem nú standa yfir í Nanjing í Kína. Lið Perú komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Torfi Gunnarsson minnkaði muninn í 2-1 í þeim síðari og þar við sat.

Hondúras og Perú eiga næsta leik í riðlinum á fimmtudaginn og þarf íslenska liðið að bíða úrslita úr þeim leik til að fá úr því skorið hvort það komist áfram í undanúrslit eða keppni um önnur sæti.

--

Kristinn Þórarinsson keppti í 100 metra baksundi á leikunum í gær og kom hann að bakkanum á tímanum 57,98 sekúndur sem nægði honum ekki áfram í undanúrslitin. Þá var hann einnig á meðal keppenda í 200 metra fjórsundi og þá vegalengd synti hann á 2 mínútum og 6,90 sekúndum sem skilaði honum í fimmtánda sæti en átta efstu komust í úrslit í greininni.

Sunneva Dögg Friðriksdóttir keppir í 800 metra skriðsundi á leikunum á morgun.