Tvö WannaCry-tilvik skráð á Íslandi

16.05.2017 - 10:42
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Netöryggissveitinni CERT-ÍS hefur fengið tilkynningu frá einu netfyrirtæki hér á landi þar sem WannaCry-vírusinn hefur borist til tveggja viðskiptavina þess. Póst-og fjarskiptastofnun segir á vef sínum að í hvorugu tilvikinu sé þetta starfsemi sem telst til mikilvægra upplýsingainnviða samfélagsin.

Á vef Póst og fjarskiptastofnunar kemur jafnframt fram að borist hafi vísbendingar um veikleika hjá 20 IP-tölum sem skráðar séu hjá 12 mismunandi fyrirtækjum. Þeim hefur verið sent tilkynning um þær vísbendingar og beðið sé eftir endanlegri niðurstöðu hvort þær hafi verið smitaðar af WannaCry-veirunni.

Þá vill netöryggissveitin benda þeim sem vista gögn sín á svokölluðum skýjum að þau séu ekki örugg ef þau eru samkeyrð sjálfkrafa á tölvur og unnið með gögnin beint á tölvunni. „Þá getur óværan komist í gegn um samkeyrðu skýjamöppurnar á tölvunni upp í skýið og dulritað þannig öll gögn notandans sem þar eru, líka þeirra sem hafa deilt sínum gögnum með viðkomandi. “

Póst-og fjarskiptastofnun segir að hegðun WannaCry-veirunnar hafi ekki breyst frá því um helgina og mjög hafi hægt á útbreiðslu hennar.