Tvö hnífstungumál á Flúðum í rannsókn

11.08.2017 - 17:24
Mynd með færslu
 Mynd: Karl Sigtryggsson  -  RÚV
Lögreglan á Suðurlandi óskar upplýsinga frá almenningi vegna tveggja hnífstungumála á tjaldsvæðinu á Flúðum um síðustu helgi. Ung kona var stungin með vasahníf í hægra læri við salerni tjaldsvæðisins milli klukkan fjögur og fimm aðfaranótt laugardags. Næstu nótt varð ungur maður fyrir hnífstungu á jaðri unglingatjaldsvæðisins. Gæslufólk og lögregla voru kölluð til vegna árásarinnar á unga manninn en vinir stúlkunnar fluttu hana á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi voru meiðsl beggja minniháttar. Tilkynnt var um árásina á konuna í gær. Lögregla veit ekki hverjir voru að verki og óskar upplýsinga frá þeim sem kunna að þekkja til atvikanna. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV