Trump: Rétt að deila upplýsingum með Rússum

16.05.2017 - 11:41
US President Donald Trump shakes hands with Russian Foreign Minister Sergey Lavrov in the White House in Washington, Wednesday, May 10, 2017. President Donald Trump on Wednesday welcomed Vladimir Putin's top diplomat to the White House for Trump&#039
Donald Trump og Sergei Lavrov í Hvíta húsinu, miðvikudaginn 10. maí.  Mynd: AP  -  Rússneska utanríkisráðuneyti
Donald Trump varði í dag ákvörðun sína um að deila trúnaðarupplýsingum með rússneskum stjórnvöldum. Upplýsingarnar, sem varða hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, voru taldar svo viðkvæmar að þeim hefur ekki verið deilt með nánustu bandamönnum Bandaríkjanna. Þeim var haldið innan þröngs hóps í Bandaríkjastjórn.

Trump deildi upplýsingunum með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. Washington Post greindi frá lekanum í gærkvöld. Meðal þess sem Trump deildi með Sergei Lavrov og Sergey Kislyak voru nákvæmar upplýsingar um tengslin á milli banns Bandaríkjastjórnar við fartölvum í handfarangri í flugi til landsins við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki.

H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, þvertók í gærkvöld fyrir að þetta hafi gerst. Hann og Rex Tillerson utanríkisráðherra sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem frétt Washington Post er vísað á bug. Hún hefur þó verið staðfestar af CNN og nú af forsetanum sjálfum.

Trump sagði á Tvitter í dag að hann hafi, sem forseti, viljað deila upplýsingum sem snúa að hryðjuverkastarfsemi og flugöryggi með Rússum. Þetta sé honum fullkomlega heimilt. Hann hafi deilt upplýsingunum af mannúðarástæðum. Auk þess vilji hann að Rússar taki virkari þátt í baráttunni gegn hinu svokallaða Íslamska ríki og hryðjuverkastarfsemi.