Tónlist Jóhanns áberandi í stiklu Blade Runner

Jóhann Jóhannsson
 · 
Kvikmyndir
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: Bladerunner 2049

Tónlist Jóhanns áberandi í stiklu Blade Runner

Jóhann Jóhannsson
 · 
Kvikmyndir
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
08.05.2017 - 18:50.Davíð Roach Gunnarsson
Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Blade Runner 2049 var sett á netið í dag, en tónlist Íslendingsins og Golden Globe-verðlaunahafans Jóhanns Jóhannssonar setur sterkan svip á andrúmsloft hennar.

Myndin er framhald af hinni dáðu og dýrkuðu Blade Runner sem Ridley Scott leikstýrði árið 1982, byggð á bók eftir sci-fi höfundinn og sýruhausinn Philip K. Dick. Þá er tónlistin úr myndinni, sem er eftir gríska tónskáldið Vangelis, einnig í miklum metum hjá kvikmyndaáhugafólki og tónlistargrúskurum svo það er ljóst að miklar væntingar eru gerðar til tónlistar Jóhanns í Bladerunner 2049. 

Myndin á að gerast 30 árum eftir atburði Blade Runner og það er Ryan Gosling sem leikur lögreglumann sem leitar uppi Rick Deckard, aðalhetju fyrri myndarinnar, sem leikinn er af Harrison Ford. Það er hinn fransk/kanadíski Denis Villeneuve sem leikstýrir en Jóhann Jóhannsson hefur gert tónlistina fyrir síðustu þrjár myndir hans, Arrival, Sicaro og Prisoners.

Tengdar fréttir

Tónlist

Kærkomin viðbót við höfundarverk Jóhanns

Tónlist

Jóhann Jóhannsson semur tónlist Blade Runner 2

Tónlist

Óskarinn: Verður Jóhann tilnefndur aftur?

Mannlíf

Jóhann tilnefndur til Óskarsverðlauna