Þykir leitt hafi umfjöllunin sært einhverja

Innlent
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
Úr sýningu Þjóðleikhússins, Gott fólk.  Mynd: Þjóðleikhúsið

Þykir leitt hafi umfjöllunin sært einhverja

Innlent
 · 
Menningarefni
11.01.2017 - 22:10.Kári Gylfason
RÚV og Þjóðleikhúsið segja að ætlunin með sýningunni Gott fólk hafi verið að opna fyrir umræðu um blæbrigði ofbeldis og samfélagslega ábyrgð. Leiksýningin sé skáldskapur „en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt.“ Segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem RÚV og Þjóðleikhúsið sendu frá sér í kvöld.

Sýningin Gott fólk byggir á samnefndri bók Vals Grettissonar.Þar segir frá elskendunum Sölva og Söru. Eftir að leiðir þeirra skilja hefur Sara samband við manninn og sakar hann um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Hún leggur til að þau fari í gegnum svokallað ábyrgðarferli, samfélagslegt úrræði utan dómstóla, þar sem hann gangist við broti sínu og taki á því ábyrgð. Hugmyndina að bókinni fékk Valur þegar maður greindi frá því á bloggsíðu sinni að hann hefði beitt kynferðisofbeldi og undirgengist ábyrgðarferli.

Bloggarinn hefur lýst Bloggarinn hefur lýst mikilli óánægju með leiksýninguna og fyrirhugaða þáttaröð í Ríkisútvarpinu en leiksýningin er kveikjan að henni. Þá hefur sem kom að ábyrgðarferlinu fyrir hönd konunnar sem sakaði manninn um ofbeldi, einnig lýst óánægju með leiksýninguna og fyrirhugaða þáttaröð RÚV.

Til stóð að fyrsti útvarpsþátturinn færi í loftið um næstu helgi en ákveðið hefur verið að vinna þættina frekar í ljósi viðbragðanna sem sýningin hefur vakið. Þjóðleikhúsið og RÚV sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna málsins, þar sem segir að ætlunin hafi ekki verið að særa fólk, heldur opna fyrir umræðu um blæbrigði ofbeldis og samfélagslega ábyrgð. Í ljósi mikilla og áhugaverðra viðbragða við sýningunni, sé líklega rétt að vinna efnið frekar til að fá skýrari heildarmynd af sýningunni og viðtökum hennar.

Yfirlýsing RÚV og Þjóðleikhússins:

Rùv og þjòðleikhúsið hafa átt ì gòðu samstarfi ì tengslum við vinnu að sýningunni Góðu fólki og útvarpsþáttum í tengslum við hana og standa heilshugar á bakvið  bæði sýninguna og þættina. Leiksýningin er skáldskapur en hafi umfjöllunarefni hennar sært einhverja þykir okkur það leitt. Sù var ekki ætlunin heldur að opna fyrir umræðu um blæbrigði ofbeldis og samfèlagslega ábyrgð. Við vinnu að sýningunni og þáttunum hafa verið kallaðir til ýmsir sèrfræðingar á þessu sviði og var markmið þáttana að fylgja eftir þeim þemum sem sýningin vinnur með. Ì ljòsi þeirra miklu og áhugaverðu umræðna og viðbragða sem sýningin hefur vakið teljum við mikilvægt að vinna efnið frekar. Sù vinna gæfi skýrari heildarmynd af sýningunni og viðtökum hennar.sýningunni og viðtökum hennar.

Tengdar fréttir

Mannlíf

Siðferðilega mikilvægt að særa ekki fólk

Leiklist

„Skáld eigi alltaf að hafa frelsi til að tala“

Leiklist

Gott fólk á gráu svæði