Þriggja til fjögurra klukkustunda seinkun

23.04.2014 - 06:57
Mynd með færslu
Búast má við þriggja til fjögurra klukkustunda seinkun á flugi á Keflavíkurflugvelli og röskun á flugi fram eftir degi. Flugfélögin Icelandair og Wow seinkuðu brottfarartímum í morgun vegna verkfallsins.

Ekki náðist að semja í kjaradeilu flugvallarstarfsmanna og Isavia, þrátt fyrir að stíft hafi verið fundað hjá ríkissáttasemjara í gær. Enn ber töluvert í milli og hefur nýr samningafundur verið boðaður klukkan þrjú í dag.

Starfsmenn Isavia lögðu niður störf í nótt en þeir höfðu boðað verkfallsaðgerðir frá klukkan fjögur í morgun til níu.

Röskun á flugi nær til allra flugvalla á landinu. Flogið verður frá Reykjavík innanlands frá klukkan 9:00.