Þjóðverjar herða eftirlit með hökkurum

19.03.2017 - 23:30
Mynd með færslu
 Mynd: Colin / Wikimedia Commons / CC B  -  Wikimedia Commons
Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað í Þýskalandi vegna yfirvofandi tölvuglæpa. Þetta er einkum gert vegna kosninga til sambandsþingsins í haust. Reyna á að koma í veg fyrir að reynt verði að hafa áhrif á kosningabaráttuna með innbrotum í tölvukerfi stjórnmálaflokkanna.

Í Welt am Sonntag í dag er haft eftir yfirmanni BSI, stofnunarinnar sem annast tölvuöryggismál í Þýskalandi,  að daglega sé ráðist á vef sambandsstjórnarinnar. Starfsmenn BSI eru í góðu sambandi við tölvusérfræðinga þýsku ríkjanna, kjörstjórna og stjórnmálaflokka landsins. Saman vinna þeir að því að reyna að koma í veg fyrir innbrot tölvuþrjóta, innlendra sem erlendra.
 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV