„Það borgar sig að vanda til verka“

18.05.2017 - 13:00
Mikil spenna er á húsnæðismarkaði og hafin er eða í undirbúningi gríðarleg uppbygging á höfuðborgarsvæðinu. Mörg hundruð nýjar íbúðir verða til á næstu árum, ef áætlanir ganga eftir. En erum við að fara fram úr okkur? Er ekki hætta á að eitthvað láti undan í svona hamagangi? Þessar spurningar voru bornar fram á Morgunvaktinni.

Aðalheiður Atladóttir, arkitekt, segir að hún sjái merki um að meira jafnvægi sé framundan, þó hún viðurkenni að í einhverjum tilvikum hafi verið farið of geyst af stað: „Ekki litið til vinstri eða hægri. Bara beint áfram.“ Og áfram er töluverð spenna og áhyggjur af fjármálahlið húsbygginga. „Þess vegna tekur fólk sér ekki nauðsynlegan tíma til að undirbúa hlutina vel, fjárfesta í hönnun og góðum undirbúningi. Bygging er fjárfesting til 60 til 70 ára. Það borgar sig að vanda til verka.“ 

 

Mynd með færslu
Mynd með færslu
Óðinn Jónsson
dagskrárgerðarmaður
Morgunvaktin
Þessi þáttur er í hlaðvarpi