Tesla Model 3 tilbúinn á undan áætlun

03.07.2017 - 15:56
epa04727763 The logo of a Tesla Motors Model S is seen at a parking lot of the Tesla Motors Headquarters in Palo Alto, California, USA, 30 April 2015.  EPA/JOHN G. MABANGLO
 Mynd: EPA
Tesla Model 3, fyrsti bíll bílaframleiðandans Tesla sem verður fjöldaframleiddur fyrir almenning, verður afhentur á föstudaginn. Þetta kemur fram á Twitter hjá Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla. Musk segir á Twitter að bíllinn hafi staðist öll próf opinberra eftirlitsaðila tveimur vikum á undan áætlun.

Af tístinu má skilja að framleiðsla á bílnum fari þó hægt á stað. Fyrstu 30 kaupendurnir fá bílinn afhentan 28. júlí. Framleiðslan mun svo taka við sér á næstu mánuðum - í ágúst er ætlunin að framleiða 100 bíla og 1.500 í september. Í desember ætlar fyrirtækið að framleiða Model 3 bíla verði 20.000 bílar. Búast má við að fyrirtækið, sem hefur aldei framleitt fleiri en 80.000 bíla á einu ári, framleiði nokkur hundruð þúsund bíla á árinu 2018.

Þrátt fyrir það er útlit fyrir að þeir sem lögðu inn pöntun fyrir bílnum gætu þurft að bíða drykklanga stund eftir að fá bíl sinn afhentan. Talið er að 400.000 manns hafi lagt inn pöntun í fyrra og greitt fyrir það 1.000 bandaríkjadala staðfestingargjald, rúmlega 100.000 krónur á gengi dagsins. Bíllinn kostar 35.000 dollara í Bandaríkjunum, tæplega 3,6 milljónir íslenskra króna.

Á vef Tesla segir að drægi Model 3 verði 345 kílómetrar á einni hleðslu og að hann verði búinn vél- og hugbúnaði sem getur gert bílinn sjálfkeyrandi.

Gunnar Dofri Ólafsson