Talaðu við símann

13.11.2012 - 21:41
Mynd með færslu
Íslensk málnefnd veitti í dag tveimur mönnum viðurkenningu fyrir framlag sitt til nýs talgreinis fyrir íslensku. Þeir segja talgreininn upphafið að nýju samskiptaviðmóti manna og tölva.

Íslensk málnefnd telur talgreininn vera gríðarlega mikilvægt skref fyrir framtíð íslenskrar tungu. Annars myndi þessi tækni ryðja sér til rúms hér á öðru tungumáli eins og ensku

„Tallleit í síma, í snjallsíma, er það sem fólk notar þetta fyrir og svo er það að senda skeyti, sms skeyti,“ segir Trausti Kristjánsson frumkvöðull og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík.

Markmiðið með þessari tækni er að gera notkun snjallsíma auðveldari. Trausti telur að næsta bylting í talgreiningu verði þegar hægt verði að tala í símann á sínu tungumáli og forritið þýði það sem sagt er umsvifalaust yfir á annað tungumál.