Svaraði ekki spurningum um herflutninga

21.04.2017 - 09:07
epa05873588 Kremlin spokesman Dmitry Peskov attends for the meeting of Russian President Vladimir Putin with Serbian Prime Minister and Serbian Progressive Party candidate for the Serbian presidency, Aleksandar Vucic (both not seen) at the Kremlin in
Dimitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml.  Mynd: EPA  -  REUTERS POOL
Dimitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, vildi í morgun ekki svara spurningum fjölmiðla, um fregnir af liðsflutningum Rússa að landamærum Norður-Kóreu.

Samkvæmt fréttastofunni RIA hafa fjölmiðlar austast í landinu sagt frá flutningum á hermönnum og hergögnum í átt að landamærunum. Aðspurður hafi Peskov ekki viljað tjá sig um málið og svarað að ekki þyrfti að greina frá herflutningum Rússa innan eigin landamæra. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV