Stýrivextir lækkaðir í 4,75 prósent

17.05.2017 - 09:03
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 0,25 prósent. Eftir lækkun verða stýrivextir 4,75 prósent.

Peningastefnunefnd telur horfur vera á hröðum hagvexti í ár eins og í fyrra umfram það sem spáð var í febrúar. Þetta skýrist einkum af meiri vexti í ferðaþjónustu en áður var búist við og útliti fyrir meiri slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár. Spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild hafi því aukist þrátt fyrir aukinn innflutning vinnuafls og kröftugan framleiðnivöxt. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV