„Stýran“ strauk úr 94 ára afplánun

12.05.2017 - 01:48
Mynd með færslu
Gvatemalskir lögreglumenn.  Mynd: Gobierno de Guatemala  -  Flickr
Öryggissveitir í Gvatemala gera nú dauðaleit að leiðtoga leigumorðingasveitar sem strauk fyrir nokkrum dögum úr fangelsi norður af Gvatemalaborg. Leiðtoginn heitir Marixa Lemus, hún er 45 ára, gengur undir viðurnefninu „Stýran“, eða „La Patrona“ á spænsku, og hún byrjaði fyrir tveimur árum að afplána 94 ára dóm sem hún hlaut fyrir að skipuleggja leigumorð og mannrán sem foringi samtakanna.

Hópurinn er hvað þekktastur fyrir sprengjutilræði í desember árið 2013 sem beindist gegn bæjarstjóranum í sveitarfélaginu Moyata í suðaustanverðu landinu. Borgarstjórinn slapp óskaddaður úr árásinni.

Lemus strauk síðast úr kvennafangelsi í Gvatemalaborg í maí í fyrra en fannst örskömmu síðar í skóglendi í grennd við fangelsið.

Mynd með færslu
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV