Stormur suðaustantil fram undir hádegi

14.03.2017 - 07:42
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Það er stormur suðaustantil á landinu fram undir hádegi. Annars er víðast vestan- eða norðvestanátt, átta til fimmtán metrar á sekúndu. Slydda eða snjókoma með köflum en snýst í suðvestanátt með éljagangi seint í dag en þá léttir til á Norðaustur- og Austurlandi.

Á nokkrum stöðum er hálka, samanber yfirlit Vegagerðarinnar: „Það er hálka á Sandskeiði, Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði og eitthvað um hálkubletti í uppsveitum Suðurlands en greiðfært nær sjónum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir og snjóþekja á flestum fjallvegum. Þæfingsfærð er á Fróðárheiði. Snjóþekja eða hálka er á vegum á Norðurlandi og éljagangur eða snjókoma. Á Austurlandi er greiðfært á Héraði en hálka eða snjóþekja á fjallvegum. Greiðfært er með suðausturströndinni.“

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV