Stikla American Gods tekin upp við Sólfarið

American Gods
 · 
Bókmenntir
 · 
Neil Gaiman
 · 
Sjónvarp
 · 
Sólfarið
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: American Gods  -  Stikla

Stikla American Gods tekin upp við Sólfarið

American Gods
 · 
Bókmenntir
 · 
Neil Gaiman
 · 
Sjónvarp
 · 
Sólfarið
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
04.05.2017 - 10:46.Davíð Roach Gunnarsson
Breski verðlaunarithöfundurinn Neil Gaiman notar Sólfarið við Sæbrautina sem bakgrunn í nýrri kynningarstiklu fyrir þáttaröðina American Gods.

Í stiklunni eru sýndar senur úr þáttunum milli þessi sem Gaiman útskýrir söguþráð þeirra í kjarnyrtu máli, en í athugasemdunum við myndbandið eru nokkrir sem þekkja bakgrunninn, og vekja máls á Sólfarinu og Íslandi. 

Þættirnir eru byggðir á skáldsögunni American Gods eftir Gaiman sem kom út árið 2001 en hann fékk innblástur fyrir bókina þegar hann sótti Ísland heim árið 1998. Gaiman var staddur hér á landi í febrúar, meðal annars til þess að taka upp heimildarmynd um hvaða hlutverki Ísland gegndi í sköpunarferli sögunnar. 

Fyrsti þátturinn af American Gods var sýndur síðasta sunnudag en þeir hafa fengið góðar viðtöku gagnrýnenda, fá til að mynda 92% á samantektarsíðunni Rotten Tomatos. Þegar Gaiman var á Íslandi í febrúar lýsti hann því yfir á twitter að hann hafi farið inn í Eymundsson í Austurstræti og áritað eigin bækur í laumi. 

Tengdar fréttir

Bókmenntir

6 bækur sem þú ættir að lesa í mars