Stefna ríkinu fyrir leit í raftækjum fólks

13.09.2017 - 23:23
Eric Milovac of Minnesota holds his phone as he waits for a decent Internet connection at the Pokemon Go Fest Saturday, July 22, 2017, in Chicago. Many festival attendees had trouble getting the augmented-reality cellphone game to work. By the afternoon,
 Mynd: AP
Bandarísku mannréttindasamtökin American Civil Liberties Union og Electronic Frontier Foundation hafa stefnt heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna og tveimur innflytjendastofnunum vegna leitar í tölvum og farsímum fólks án leitarheimildar. Stefnan var gefin út í nafni tíu bandarískra ríkisborgara og eins með dvalarrétt sem urðu að láta snjallsíma sína eða fartölvur af hendi þegar þeir komu aftur til Bandaríkjanna. Margir þeirra eru múslimar.

Allir ellefu kvarta undan því að hafa sætt þrýstingi um að láta raftæki sín af hendu og að þeir hafi jafnvel verið beittir valdi. Í sumum tilfellum liðu margir mánuðir áður en fólkið fékk raftækin sín aftur í hendurnar. 

Lögmaður ACLU vísaði til fjórðu viðbótarinnar við stjórnarskrá Bandaríkjanna og sagði alveg ljóst að stjórnvöld yrðu að fá leitarheimild áður en þau gætu skoðað það efni sem er að finna á snjallsímum og fartölvum.  Að sögn samtakanna sem standa að stefnuni leituðu toll- og landamæraverðir í fimmtán þúsund raftækjum fólk fyrstu sex mánuði ársins. Það er þrefalt meira en árið 2015 en minna en í fyrra.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV