Standa við refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu

07.08.2017 - 13:58
epa06130068 Chinese Foreign Minister Wang Yi (C) after the launching ceremony of the ASEAN Regional Forum Annual Security Outlook as part of the 50th Association of Southeast Asian Nations (ASEAN) Ministerial Meetings in Manila, Philippines, 07 August
 Mynd: EPA  -  Reuters Pool
Kínverjar ætla að öllu leyti að standa við refsiaðgerðir sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti um helgina að beita Norður-Kóreumenn vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, staðfesti það við fréttamenn í Manila á Filippseyjum í dag. Ráðherrann tekur þar þátt í öryggisráðstefnu ríkja í Asíu. „Kínverjar ætla hundrað prósent, að fullu og öllu leyti, að fara eftir ályktuninni,“ sagði hann með aðstoð túlks.

Samkvæmt ályktuninni verður útflutningur Norður-Kóreumanna takmarkaður enn frekar en hingað til. Þeim verður bannað að flytja út kol, járn, blý, fisk og sjávarafurðir, svo nokkuð sé nefnt. Ráðamenn í Pyongyang hafa fordæmt ályktunina. Þeir segjast í engu ætla að breyta kjarnorkuáætlun sinni meðan Bandaríkjastjórn hafi í hótunum við þá.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV